Wednesday, October 16, 2013

Bestu hyljararnir

Þegar það er svona erfitt að vakna á morgnanna er hyljari það allra nauðsynlegasta í snyrtibudduna. Hér eru þeir sem mér finnst bestir (í röð eftir hversu vel þeir hylja):


Helena Rubinstein Magic Concealer. Þessi heitir ekki Magic Concealer að ástæðulausu. Aðeins í dýrari kantinum en vel þess virði þar sem það þarf aðeins örlítinn dropa til að hylja undir augun. 


Cover All Mix frá Make Up Store. Guli liturinn hylur rauðleita bletti, sá bleiki hylur bláan, t.d. bauga undir augum og þann húðlitaða nota ég svo að hinir blandist betur við húðina. Guli og bleiki eru meira svona lita-correctors, svo þennan hyljara nota ég frekar áður en ég set meik eða dagkrem og svo léttari hyljara yfir ef þarf.


Collection 2000 Lasting Perfection Concealer. Þessi fæst að vísu ekki á Íslandi, en það er minnsta mál í heimi að panta hann að utan eða plata einhvern á leið til London að kippa honum með fyrir sig. Kostar um 4 pund sem er ca 800 kr. 


Rimmel Wake Me Up Concealer. Hef varla notað annað en þennan síðan ég fékk hann. Wake me up farðinn og hyljarinn eiga það sameiginlegt að innihalda öööörlitlar glitrandi agnir sem sjást varla, en gera þvílíkan mun og láta líta út fyrir að húðin sé glóandi og, eins og nafnið gefur til kynna, vel vakandi. Fæst heldur ekki hér heima reyndar en hægt að panta á asos.com (enginn sendingarkostnaður!)


Síðastur en alls ekki sístur - Reflex Cover frá Make Up Store. Ég nota hann þá daga sem ég þarf ekki lífsnauðsynlega á hyljara að halda heldur vil bara aðeins fríska upp á andlitið og lýsa upp augnsvæðið. Þessi er smá spari þar sem hann gefur svo fallega áferð.

Best er að dúmpa hyljaranum á með fingrunum eða setja hann á með þar til gerðum bursta, en ekki dreifa úr honum með fingrunum. Þannig fæst þéttari þekja og fallegri áferð.


Mér finnst svo best að setja hyljarann eftir að ég set farðann á (nema Cover All Mix) og festa svo hyljarann betur með litlausu púðri svo hann haldist lengur. Best finnst mér að nota Blothing Powder frá Make Up Store, Rimmel Stay Matte Pressed Powder eða Rimmel Match Perfection Loose Powder (einnig á asos.com). Þá nota ég Real Techniques Setting Brush, þennan litla, bleika.




-kara







No comments:

Post a Comment