Monday, June 23, 2014

Nýja förðunaraðstaðan mín

Mér finnst vel við hæfi að hundraðasta færslan á þessu litla bloggi sé um langþráðan draum minn að eignast fallegt snyrtiborð. Nú hefur hann ræst og allt dótið er komið á sinn stað. Fór í Ikea með mömmu og við völdum þessa fínu borðplötu (hér), Alex skúffueiningu (hér) sem aaaaallir á Youtube virðast eiga - enda sérlega hentug hirsla fyrir svona dót og stóran spegil með hvítum ramma (hér) sem ég á reyndar eftir að hengja upp á vegg. Hann er reyndar fínn svona eins og hann er, sé til hvort ég hengi hann upp.





Svo eru það skúffurnar. Í þær vantar allt skipulag. Á eftir að kaupa svona stamar mottur í Ikea svo það renni ekki allt út um allt þegar maður opnar skúffurnar. Þyrfi líka svona box til að hafa ofan í..seeeeinni tíma vandamál!

Meik, púður, primerar, kinnalitir og highlighterar. 

Stakir augnskuggar og varalitir (eitthvað af varalitum uppi á borðinu samt)

Augnskuggapallettur

Meik sem eru of dökk/ljós, snyrtibuddur og tómar umbúðir af augnskuggum.

Andlitsmaskar og gerviaugnhár

Svona lítur þetta nú út! :) er ótrúlega ánægð með þetta og hugsa að ansi mörgum stundum verði eytt við þetta borð. 

Læt svo fylgja með mynd af djamm-makeupi helgarinnar. Notaði Lorac Pro pallettuna og Mary Lou-Manizer bæði til að highlighta kinnbeinin og í augnkrókunum. Flamingo kinnaliturinn frá Sleek kom líka ótrúlega vel út þegar ég blandaði hann aðeins inn í highlighterinn. 



Finn alveg fyrir því eftir að ég byrjaði að nota Olay skrúbb-burstann hvað farðinn lítur miklu betur út á húðinni, allt annað!


Takk allir fyrir að kíkja í heimsókn hingað á bloggið - það verður miklu skemmtilegra að skrifa næstu 100 færslur við nýja snyrtiborðið :)


Ást og knús xoxo

-Kara





3 comments:

  1. This comment has been removed by the author.

    ReplyDelete
  2. Aj hvað varð um fyrra kommentið mitt? Hah! En flott snyrtiaðstaðan, ég er abbó!

    ReplyDelete
    Replies
    1. Hahah takk! :) ég hef samt aldrei bloggað eins lítið og eins og eftir að ég fékk hana, þarf kannski aðeins að kippa því í lag

      Delete