Thursday, June 12, 2014

Svíþjóðarkaup

Eitt og annað nýtt sem ég keypti í Svíþjóð:

Nars Sheer Glow í litnum Deauville. Ég á þetta í dekkri lit og held að þetta sé uppáhalds meikið mitt. Gott að eiga eitt ljóst til að geta blandað eftir því hvernig sólin skín hérna á landinu okkar

Ég var spenntust fyrir þessu! Þessi vara hefur fengið þvílíkt hype á youtube og er hugsuð fyrir háskerpumyndatöku. Er til í ótrúlega mörgum litum og ég varð svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum!

Mest hypuðu maskarnir á youtube. Glam Glow. Tímdi aldrei að kaupa þá því þeir voru svo dýrir en þegar ég sá að þeir voru til í svona litlum túpum fannst mér tilvalið að skella mér á þá til að sjá hvort stóra krukkan væri auranna virði

Splæsti í einn svona - bestu varasalvar í heimi

Þetta voru hiklaust bestu kaup ferðarinnar. Fullkominn litur fyrir ljóskur (ash blonde). Nú hef ég loksins fundið hinn fullkomna augabrúnablýant

Þessa keypti ég reyndar á Íslandi en það var ást við fyrstu sýn - afsakið neglurnar...


Mary Lou-Manizer: fallegasti highlighter í heimi

Orð eru óþörf. Besta snyrtibudda sem ég hef séð


Svo til að sýna ykkur hvernig Makeup Forever HD foundation kemur út þá er þetta ég með ekkert framan í mér:


Og hér með eina létta umferð af MUF HD (ég nota litinn 117)

Jafnar fullkomlega út húðlitinn og felur það sem þarf að fela þannig að freknurnar fái samt að sjást í gegn. Áferðin ótrúlega náttúruleg og manni líður eins og maður sé ekki með neitt framan í sér. Ótrúlega léttur farði.

Svo var Bryndís svo góða að kaupa fyrir mig Lorac Pro í USA. Ég var alveg að fara að kaupa mér Urban Decay Naked 1 og 2 en hætti við þegar ég fékk þessa. Þetta er hin fullkomna palletta. Fyrir alla! Litirnir eru fáránlega mjúkir og pigmentaðir, auðvelt að vinna með þá og bara eru svo gullfallegir að ég á ekki orð. 
Hún varð smá skítug í ferðatöskunni..

Það eina sem mér finnst vanta í þessa pallettu er litur á milli cream og taupe, aðeins ljósari mattur brúnn til að setja í crease-ið..eitthvað eins og mac omega eða svoleiðis. Fyrir utan það - fullkomin!


Hér er ég með litina bronze yfir allt augnlokið, mauve í crease-ið og espresso til að skerpa á skyggingunni. Anastasia Brow Wiz á augabrúnunum og Makeup Forever HD foundation í smettinu. Eyelinerinn er L'Oreal


Fallegur varalitur frá Guerlain sem fylgdi með sem kaupauki í Hagkaup á tímabili. Fáránlega fallegur!


Svo ætla ég að flytja til Svíþjóðar einhverntímann. Það er allt svo gott í Svíþjóð.

-Kara 
xo





2 comments:

  1. Löv it!
    oh Kara manstu þegar við búum í Svíþjóð á sama tíma? Hrikalega skemmtilegt

    ReplyDelete