Wednesday, June 4, 2014

Mest notað í maí

Þessar vörur eru allt og sumt sem ég hef notað í andlitið í maí - allavega svona á daginn. Hef svo skellt á mig betri grímunni þegar ég fer eitthvað fínt.

1. Mac Pro Longwear hyljari - BESTI HYLJARI Í HEIMI. Grínlaust sko. Fáránlegt. Kaupið hann.
2. Elf augabrúnakitt + Mac 266 - enda alltaf aftur á þessu, sama hvaða augabrúnavörur ég kaupi. Gefur langfallegasta litinn fyrir minn háralit og gefur náttúrulega áferð. Burstinn er líka snilld.
3. Sensai bronzing gel. Gamalt en gott, svaaaka er ég glöð að hafa enduruppgötvað það! Var aldrei neitt sérlega hrifin af því en nú held ég að ég muni aldrei geta lifað án þess. Eins gott að leið mín liggur í fríhöfnina í vikunni því túpan mín er að verða búin.
4. Maybelline kremkinnalitur - mjög lítið af þessu goes a long way (engin leið til að þýða þetta). Náttúruleg áferð og endist lengi á andlitinu.
5. L'oreal million lashes. Fínn hversdagsmaskari, gerir augnhárin löng og þykk og falleg. Með góðum gúmmíbursta


Ég kíkti aðeins yfir google docs skjal sem ég bjó til fyrir löngu þar sem ég set inn snyrtivörur sem ættu helst að rata ofan í körfuna mína erlendis. Hann er orðinn vandræðalega langur og ég held að í Svíþjóðarferðinni í næstu viku læðist eitthvað ofan í pokann hjá mér. Ég er ansi hrædd um að peningarnir sem frúin í LÍN gaf mér endist ekkert svo lengi...

-kara
xo

1 comment: