Wednesday, June 18, 2014

Ljómandi sumarhúð

Mér finnst eitt flottasta förðunartrendið í sumar ljómandi highlight-uð húð. En til þess að ná lúkkinu fullkomnu er nauðsynlegt að húðin sjálf sé í góðu standi. Ég er aðeins að missa mig í húðumhirðu þessa dagana. Ætlaði að kaupa mér Clarisonic húðhreinsigræjuna - sem er eins og stór rafmagnstannbursti fyrir andlitið á manni. Hreinsar húðina mun betur en bara hreinsikrem, örvar blóðrásina í andlitinu og hreinsar burtu dauðar húðfrumur. Eeen þannig er það bara að ég tímdi ekki rúmum 20þúsund kalli í stóran tannbursta..svo ég keypti mér töluvert ódýrari en svipaða græju frá Olay. Fæst í Hagkaup á 7000 krónur. Þetta notar maður kvölds og morgna og vá hvað mér líður strax betur í húðinni. Tók "fyrir" myndir og vona að ég geti sýnt ykkur "eftir" myndir ef þessi græja virkar eins vel og þeir hjá Olay halda fram!

Húð: The Porefessional Primer (Benefit) - Nars Sheer Glow (Deauville) - Girl Meets Pears (Benefit) - Coralista Blush (Benefit) - Baked Bronzer (Make Up Store)
Augu: Naked Lunch (Mac) - Phloof (Mac) - Telescopic maskari (L'Oreal) - Anastasia Brow Wiz
Varir: Choco Cream 715





Gaman að leyfa húðinni að njóta sín og leggja minni áherslu á augun svona til tilbreytingar :)

-kara



2 comments:

  1. Voðalega er þetta fallegur varalitur - Hvar fær maður svona? :)

    ReplyDelete
    Replies
    1. Hann fæst t.d. í Hagkaupum og apótekum, allsstaðar þar sem Maybelline fæst :) Gleymdi að taka fram í færslunni að þetta væri Maybelline varalitur haha :)

      Delete