Thursday, July 24, 2014

Meira (ó)nauðsynlegt

Þegar ég fór á pósthúsið spurði Kári mig hvað ég hefði verið að panta. Ég leit skömmustuleg niður og sagði sannleikann: "fullt af dóti sem ég þarf ekki á að halda..." En ég var samt svo glöööð og kát þegar ég sótti pakkann minn. Alltaf gaman að fá nýtt dót að leika með. Hér er það sem ég keypti (á feelunique.com)


Burstasett í ferðastærð frá EcoTools

Sjúklega sætir - sjúklega hentug stærð og sjúhúhúúúklega mjúkir! Hlakka til að prófa

Fyrsta Stila pallettan mín. Hún var limited edition svo ég varð..

Aðeins of sumarlegir litir fyrir íslenska sumarið 2014? oh well..

Lipstick queen er merki sem ég er búin að vera ótrúlega spennt að prófa. Liturinn sem mig langaði mest í var því miður búinn svo ég ákvað að prófa þennan.

Hann heitir Hello Sailor og er EKKI blár. Hann er nánast eins og varasalvi nema í guðdómlega fallegum umbúðum og dregur fram náttúrulega bleik/berja-litinn í vörum hvers og eins. Þessvegna er hann mismunandi á öllum. Liturinn sem ég ætla að splæsa í næst frá þeim heitir Aloha og er ótrúlega fallegur bleikur litur sem ég sá á Youtube hjá Essie Button, einum uppáhalds youtube-aranum mínum. Mæli með því að kíkja á videoin hennar!

Fallegur ferskjulitaður/fölbleikur kinnalitur frá Rimmel. Afsakið (alltaf!!) neglurnar mínar. Virðist ekki geta bloggað með nýásett naglalakk

Tveir Rimmel Kate Moss maskarar. Einn svartur og einn blár. Ég er aðeins eftirá í litaða maskara trendinu en hlakka samt til að prófa hann. Þessi hefur töluvert meira notagildi en hinn blái sem ég á frá & Other Stories en hann er skær-ljósblár. Ekki beint hversdags


En ég er afskaplega glöð með allt nýja dótið mitt. Sama hvort ég þurfti á því að halda eður ei.

Takk og bless <3

-Kara


No comments:

Post a Comment