Saturday, July 5, 2014

Fyrir og eftir Olay húðburstann

Þetta óbloggleysi er alfarið mér að kenna. Ekki nýja borðinu mínu. Skil einfaldlega ekki hvað er í gangi..langt síðan það hefur liðið svona langt á milli færsla hjá mér. Eeeen hér er ein - vonandi skemmtileg, allavega merkileg (í lokin).

Ég heiti Kara og ég er förðunarfíkill. ("Halló Kara!") Keypti mér smá Maybelline gotterí. Það var útborgunardagur..

Hvað er það sem allar stelpur dreymir um? Ryan Gosling? Sellerí sem bragðast eins og súkkulaði? Vissulega..en líka gel-eyeliner sem auðvelt er að setja á sig! Og hann er til. Og hann er ekki frá Benefit og kostar hvítuna úr augunum. Hann er nefnilega frá Maybelline og kostar ekki einusinni hálfvirði hvítunnar í augunum..ekki einu sinni úr öðru auganu! 




Maður skrúfar upp..svona eitt til tvö skrúf - og upp kemur gel sem maður dreifir með þessum fína skáskorna gúmmíoddi. Úr kemur eins fín lína og maður vill (oftar en ekki verður mín svona þreföld samt en það er því spegillinn er svo langt frá mér og ég nenni ekki að ná í hinn spegilinn sjáiði til..)

Svona svartur líka..eins og sál mín
Djók

Svo er eitt svona issjú sem ég á með ljósa hárið mitt - en það eru augabrúnirnar mínar sem mér finnst alltaf þurfa að vera dekkri en þær eru. En svo keypti ég bara svona augabrúnagel með smá lit og vandræði mín eru úr sögunni. Ég er með náttúrulega ljósar augabrúnir sem sjást ekki en með þessu geli lítur út eins og þær séu til staðar - og eins og þær séu bara svona í alvörunni!

Ekki eins og NARS draslið sem ég keypti - það var nú meira bullið. Ein stór klessa í augabrúnina, eintómt vesen fyrir hellings pening.

Svo er það nú ástæðan fyrir þessari færslu. Ég biðst fyrirfram afsökunar á hvað myndavélin mín pikkar upp minnstu smáatriði. Fyrir ykkur sem eruð viðkvæm fyrir svitaholum up close and personal, hættið bara að lesa hér. 

Eins og ég hef sagt áður keypti ég mér Olay hreinsiburstann fyrir ca 5 vikum. Ég tók "fyrir" myndir svona just in case að það yrði einhver munur. Nú splæsti ég myndunum saman og viti menn. Eins og fótósjopp! Hef notað burstann samviskusamlega kvölds og morgna síðan ég fékk hann. Líka 3x eftir djamm kl. ca 4 um nótt..hlakkaði bara til að koma heim og þvo mér í framan. Húðumhirða getur verið fínasta skemmtun! Fyrir marga er 2x á dag alltof mikið fyrir húðina - sérstaklega viðkvæma húð - en mín húð þolir ýmislegt og kann einstaklega vel við svona svakalegt dekur. 

 25. maí:



mmmm mm svitaholur!  

2.júlí


Og til að sýna muninn betur:


Það er bara eins og ég hafi farið með sandpappír þarna yfir, svitaholurnar hafa minnkað svo mikið! Voru miklu dýpri og meira áberandi fyrir. Myndirnar eru teknar á sömu stillingu - bara í mismunandi herbergjum og það útskýrir litamuninn - ekkert búin að fikta í þeim í neinu forriti!

Þessi bursti var svo sannarlega allra sjöþúsund krónanna virði!


Eigið góða helgi elsku þið öll!

-kara 
xo






4 comments:

  1. Vohó, steinliggur! Ég þjáist einmitt líka af svona skemmtilegum svitaholens útum allt, hvar fékkstu þennan olay bursta ef ég má spurja? :)

    ReplyDelete
  2. Veistu hvað hann kostar? :)

    ReplyDelete