Monday, July 14, 2014

Maybelline Baby Lips

Ég hef ekki vísindalegar sannanir fyrir því - en ég er nokkuð viss um að það sé hægt að vera háður varasalva. Ég er það allavega. Því tók ég komu Maybelline Baby Lips fagnandi og er búin að fá mér þrjá liti. Mér þykir afar sennilegt að allir litirnir verði komnir í safnið innan skamms.

Sko. Í fyrsta lagi eru pakkningarnar svo krúttlegar og litríkar og bara hreint ómótstæðilegar að maður getur ekki annað en keypt fleiri en einn lit. Lúkka svo vel svona allir saman.
Í öðru lagi er lyktin af þeim hiiiiiiimnesk. Sérstaklega þessum appelsínugula - góóóður guð ég gæti þefað af honum allan daginn.
Í þriðja lagi finnst mér mikill kostur að hægt sé að skrúfa þá svona niður. Eins og mér finnst EOS varasalvarnir sjeeewlega góðir þá finnst mér svo asnalegt að setja þá á sig. Maybelline 1-0 EOS. 
Í fjórða lagi eru litirnir svo ótrúlega léttir og fallegir og endast vel og lengi á vörunum. 



Þessi er nýjastur í safninu mínu og strax orðinn uppáhalds með miklum yfirburðum. Lykin..óóó lyktin. Var með hann hjá mér við skrifborðið í vinnunni í dag og þefaði margoft af honum þegar enginn var að horfa. Setti hann líka sennilega óþarflega oft á mig. En ég er líka háð, muniði.

Liturinn á þessum er svo sætur og bleikur! Og hann lítur líka út eins og varalitur - ekki varasalvi. Sem er skemmtilegt. Reyndar á þessari mynd eru varirnar mínar pínu þurrar eftir að þurrka endalaust varasalva af og setja aftur á og taka nýja mynd. Svo er líka bara lítið af honum. Það er hægt að byggja litinn meira upp. 
P.S. afsakið neglurnar..

Þessi sæti er alveg litlaus og er með dásamlegri piparmyntulykt. Það er líka sólarvörn (mig langar að segja spf 20?) í honum. Sem er frábært - fyrir alla nema Íslendinga því við fáum enga sól. Kv. ein bitur.

En dásamlegir varasalvar og hvet ykkur til að kaupa þá aaaalla! Allavega byrja á einum. Þið munuð enda með þá alla. Lofa. 


Ást og friður og góðar stundir
-kara 


No comments:

Post a Comment