Monday, August 11, 2014

90's varir og heimilisendurbætur

Ég fór í Ikea með peningana sem frúin í skattinum gaf mér og ákvað að kaupa loksins það sem hefur vantað uppá síðan við fluttum til þess að setja punktinn yfir i-ið í stofunni - svo hún verði kósí og fín. Keypti í leiðinni stól við snyrtiborðið og ljós til að setja við spegilinn. Á svo agalega handlaginn pabba sem festi ljósin við spegilinn, tengdi snúrur og allt sem þurfti til að fá smá baksviðs glamúr lúkk á snyrtiborðið. Það sem hann gerir ekki fyrir litlu stelpuna sína - sama hversu hégómlegt honum finnst þetta áhugamál mitt. Sem það kannski er...eeeen við lítum framhjá því.


Erum að "passa" þennan guðdómlega sófa og hann fær að njóta sín svona á móti kósí hlunkasófanum þar sem ég eyði (alltof)miklum tíma. Myndir úr framköllun fengu loksins að fara upp á vegg og nýja mottan gerir þetta allt miklu huggulegra. Kostaði litlar 6900 krónur! Svo eru púðarnir í leðursófanum líka nýir, einnig úr Ikea að sjálfsögðu.

Þarna er búið að festa tvö Musik ljós á Stave spegilinn. Stóllinn Tobias er svo mjög glaður með það að vera loksins kominn heim til mín.


Nú - að öðru. Kylie Jenner hefur svo sannarlega vakið athygli í förðunarheimnum fyrir að troða brúnleitum 90's varalit aftur í tísku. Youtube er morandi í sýnikennslumyndböndum um hvernig skal líta út eins og Kylie Jenner. Nú lít ég hreint ekki út eins og Kylie en fattaði í gær þegar ég var búin að mála mig að varirnar mínar voru ansi svipaðar þessu nýja trendi hennar. Ég var svo heppin að næla mér í litinn Enchanted One úr Alluring Aquatic línunni hjá Mac, sem er á sumum hinn fullkomni nude litur, en aðeins brúnleitari á mér - sem er hið besta mál þar sem 90's varirnar eru óðum að ryðja sér til rúms aftur, þökk sé fröken Jenner. 

Nakin í framan að prófa mig áfram með stillingar á myndavélinni fyrir nýju lýsinguna

 Kara Jenner 

djók.




C-c-c-c-c-close up 

Hreint ekki svo slæmur litur á vörunum. Mun sennilega sjást skarta þessum varalit oftar þegar líður á haustið.


Vörurnar sem ég notaði:

Húð: L'oreal Lumi Magique primer - Mac Pro Longwear Hyljari (Nw20) - Nars Sheer Glow (í litnum Deauvillie) - Benefit Hoola - Mary-Lou Manizer frá theBalm - 
Augabrúnir: E.l.f. eyebrow kit (í litnum ash) - Nars eyebrow gel
Augu: Makeup geek peach smoothie, creme brulée og cocoa bear - Mac Teddy eyeliner - Maybelline Colossal maskari
Varir: Makeup Store Nude Beauty - Mac Enchanted One






-kara

No comments:

Post a Comment