Sunday, August 17, 2014

Grunge með Lorac Pro

Ást mín á Lorac Pro pallettunni nær engri átt - þvílík gersemi! En ég hafði ekki enn notað bláa litinn í henni svo ég ákvað að leika mér aðeins með hann og úr varð frekar ó-Körulegt grunge smokey. Margir segja að dökk augu og áberandi varir séu no-no en þegar maður er einn heima í tilraunastarfsemi við snyrtiborðið skiptir það svosem ekki miklu máli svo ég ákvað að prófa Rimmel Apocalips fljótandi glossvaralit-hybrid að setja punktinn yfir i-ið. Hann er alveg skærbleikur og mér finnst hann draga áberandi fram græna litnn í augunum sem er skemmtilegt með svona bláum augnskugga.


Lorac Pro. Umbúðirnar eru alveg mattar sem er mjög fallegt fyrst en svo er hún bara ansi fljót að verða mjög subbuleg. 


Litirnir eru hver öðrum fegurri


Hér er blái liturinn sem ég notaði (þetta er baugfingur btw, lofa)


Þessar vörur voru í aðalhlutverki



Skyggði ytri hluta augans með svarta litnum (sem heitir því frumlega nafni Black), litinn Nude í innri hornin og Taupe til að blanda út skilin og blandaði alveg upp fyrir agunbeinið.


Notaði Sephora blýantinn inn í neðri vatnslínuna. Mér fannst svartur aðeins of mikið, en þessi er svona silfur/grár og passaði ljómandi vel við bláa litinn


Frekar fínn þessi! Hann heitir Nova og fæst hér




Fínasta haust-djamm-förðun! Með aðeins dekkri eða nude vörum jafnvel þegar sólin er farin



-Kara

No comments:

Post a Comment