Tuesday, August 5, 2014

Augabrúnir fyrir óþolinmóða

Ég er búin að reyna að halda aftur af mér og láta augabrúnirnar mínar vaxa eins og illgresi en þær gera það ekki. Önnur helst bara alltaf eins og er í fínu standi fyrir utan eitt ör sem fer í gegnum hana. Hin er heldur óstýrlátari og vex bara í allar áttir. Nú gefst ég upp og ætla að reyna að ná sæmilegu formi á þær, fyrst Cara nafna mín Delevigne og ég getum ekki verið í stíl. Því miður.
Mér finnst fallegast að línan undir augabrúnunum sé sem "hreinust" - þráðbein alveg - og svo mega hárin fyrir ofan vera aðeins óreglulegri (en samt ekki óregluleg..æj þið vitið) til þess að vera ekki með þetta ofplokkaða lúkk. Hreint ekki smart finnst mér.
Til þess að ná þessari línu beinni án þess að eyða óralöngum tíma í að plokka hvert og eitt hár (með mjög gömlum plokkara úr Tiger..) er um að gera að prófa svokallað "threading". Ég reyndi þetta heima einhverntímann í fyrra og það tókst fáránlega vel. Síðan þá þóttist ég ætla að safna þykkum augabrúnum en þegar það fór í vaskinn datt mér þetta aftur í hug.

Til að gera þetta einfalt:

1. Náðu þér í tvinna. Hvaða tvinna sem er.
2. Mældu ca. 2ja framhandleggja lengd og slíttu (bíttu, klipptu, hvað sem er..) hann í sundur
3. Bittu saman endana og þú ert komin með hring
4. Snúðu upp á miðjuna á hringnum þannig að úr verði einhverskonar x-laga form.
5. Leggðu þráðinn þétt upp að augabrúninni og færðu x-ið í miðjunni að hárinu sem þú vilt ná svo það klemmist í snúingnum og fer upp með rótinni
5. Farðu alltaf á móti stefnunni sem hárið vex!

Þetta hentar prýðilega augabrúnum og öllu öðru andlitshári.

Hér eru svo tvö sýnikennslumyndbönd af Youtube. Hreimurinn í seinna myndbandinu er alveg kostulegur en hún sýnir svo vel close up af þessu í action





Meiri snilldin! og ég lofa að þetta er auðveldara en það virðist vera!

Ást og knús

-Kara 

No comments:

Post a Comment