Sunday, December 28, 2014

Jólin og YSL

Halló aftur! ég er komin heim eftir sjö daga skíðaferð í Austurrísku ölpunum - frekar mikið öðruvísi að liggja í gufubaði kl. 6 á aðfangadag eftir langan (frekar snjólausan) skíðadag. Ég verð nú seint þekkt fyrir að vera framúrskarandi skíðamaður en eftir ferðina er ég orðin svona rétt sæmileg. Sem er gríðarleg framför! Náðum líka að troða inn einni H&M ferð og ekki skemmdi fyrir að útsalan var byrjuð. Gerði í fyrsta sinn temmilega skynsamleg kaup - sem innihéldu meðal annars tvennar gallabuxur (sem pössuðu!), hlýtt dúnvesti og pallíettutopp. Hann telst kannski ekki til skynsamlegra kaupa en fallegur er hann!

Förðunin í ferðinni var afar minimalísk og því engar spennandi förðunarmyndir þaðan. Hinsvegar fór ég á tjútt kvöldið fyrir flugið (guð hjálpi mér) og var þar af leiðandi ekki sú allra hressasta á leiðinni - EN um kvöldið notaði ég nýju YSL pallettuna mína sem ég gaf sjálfri mér í jólagjöf, því bara af hverju ekki? Skellti líka með einu glossi frá Tanya Burr, Lunch Date, en það er ótúlega fallegt nude litað gloss og lyktin ekki síðri. Ég var vandræðalega spennt að opna YSL pallettuna, en hún var á 40% afslætti á feelunique.com og er fyrsta svona lúxus augnskuggapalletta sem ég splæsi í. Umbúðirnar eru svo fáránlega fallegar og innihaldið einnig.




Ég hafði svo langan tíma til að gera mig til að ég krullaði á mér hárið! Sem er eitthvað sem ég geri kannski 1x á ári því ég enda alltaf á því að vera svo lengi að mála mig að hárið endar alltaf eins. Þegar ég hef gert tilraun til að krulla á mér hárið áður en ég geri mig til hefur það yfirleitt lekið úr áður en ég fer út úr húsi. Hinsvegar eftir að ég lét aflita hárið á mér hefur það haldist miku betur og krullurnar héldust alveg þar til morguninn eftir. Getið rétt ímyndað ykkur hvað ég var smart.

Hér er svo útkoman: 



Undir glossinu er ég með nude beauty varablýant frá Makeup Store. 

Þessi förðun með ýktum eyeliner og smá glimmeri kemur sterklega til greina sem áramótaförðunin í ár! 


Vona að þið hafið notið íslensku jólanna, borðað yfir ykkur og legið flöt undir teppi allan daginn. 
Talandi um teppi! þá fékk ég draum minn uppfylltan í einum jólapakkanum í ár - flísteppi með ermum. Þvílík snilld. Til að vega upp á móti því fékk ég Polar Loop úr til að minna mig á að standa upp úr sófanum af og til :) 



1 comment: