Saturday, March 15, 2014

Morgunmatuuuur

Ég hef sett uppskrift svipaða þessari inn áður en hún er bara svo góð að ég ætla að skella henni inn aftur.

Haframjöl (ca. 1,5 dl)
Stappaður banani
2 egg
Smá ab mjólk
Kanill
Smá vanilludropar

Hræra og smella á pönnu. Gerist ekki mikið einfaldara!

Í þessari uppskrift eru ca 400 kcal - fínn morgunmatur fyrir einn mjög svangan eða bara tvo. Ég gerði tvær frekar stórar pönnukökur og eina litla úr restinni, en er vel hægt að gera alveg 6 minni úr þessari uppskrift. Þessir klattar eru fullkomnir til að skella í álpappír inn í frysti og kippa með í nesti á morgnanna. Mér finnst þeir bestir með smjöri og osti.


Mjöög gamall banani








Góða helgi! :)

No comments:

Post a Comment