Tuesday, March 11, 2014

Vor í lofti...bráðum

Nú er loksins farið að birta svona aðeins fyrir hádegi og að því tilefni skellti ég í aðeins ljósari og meira glitrandi förðun en hefur einkennt veturinn hjá mér. Gerði svipaða skyggingu og á Írisi um helgina, notaði Stila Kitten, Mac Omega og Brun. Enginn eyeliner og bara ein umferð af maskara (ok kannski tvær). Á varirnar setti ég Mac Russian Red og svo Sleek Tangerine Scream sem er skærappelsínugulur ofaná. Á kinnarnar setti ég ferskulitaðan kremkinnalit frá Maybelline.





Ég er líka búin að vera að plokka augabrúnirnar eins lítið og ég kemst upp með og er frekar ánægð með þær svona þykkar. Það sem er svo fínt við svona einfalda skyggingu er að það er svo auðvelt að byggja hana upp með dekkri litum og gera lúkkið dramatískara. Þá er líka flott að "loka" ytra horninu á augnlokinu með sama lit og skyggingin er gerð og láta hann ná aðeins inn á augnlokið, meðfram augnhárunum og setja sama lit meðfram neðri augnhárunum. Þannig er t.d. hægt að breyta þessu í kvöldförðun. Svo bara skella einni umferð af maskara yfir og jafnvel eyeliner ef maður er í stuði

-Kara

1 comment:

  1. Þú ert flink og fín! Og augabrúnirnar þínar eru geðveikt flottar svona :)

    ReplyDelete