Sunday, March 16, 2014

Eitt fyrir Cöru og eitt fyrir Köru

Í gær skellti ég mér út á lífið en hitti þó ekki nöfnu mína Delevingne, því miður...Ég notaði silfurgráan eyeliner frá Mac sem augnskugga og dekkti aðeins og skyggði með dökkblágráum augnskugga frá theBalm. Kom ansi vel út. Svo fór ég aðeins framúr mér með eyelinerinn..en það er bara gaman að breyta aðeins til. Skæri varaliturinn hefði venjulega ekki verið mitt fyrsta val við þessa augnförðun en ég kenni páskabjórsmakkinu um. Kom furðuvel út samt.



Svo var ég bara að leika mér í kvöld með bleikan augnskugga. Þessu lúkki myndi ég seint skarta meðal fólks en kom skemmtilega út.




Svona pink on pink er kannski aðeins of mikið af hinu góða en vá hvað bleikur augnskuggi gerir græn augu eiturgræn!

Eitt sem ég hef tekið sérstaklega eftir síðan ég ákvað að reyna að fara meira í Cöru Delevingne augabrúna-áttina er að örið mitt góða sést svo rosalega vel. Það virðist vera ómögulegt að fela það með lit. Svo ég hef ákveðið að sætta mig bara við það..þetta verður mitt signature lúkk, og örugglega bara komið í tísku bráðum, sanniði til!

Vona að allir hafi átt góða helgi!

-Kara






No comments:

Post a Comment