Sunday, October 19, 2014

CoolCos

Ég verð eins og lítið barn í nammibúð þegar ég frétti af nýjum snyrtivörumerkjum á Íslandi og stökk því í Smáralind um leið og CoolCos búðin var opnuð í Smáralind. Merkið er danskt og allar vörurnar eru paraben- og ilmefnafríar. Ég reyndar viðurkenni það að ég pæli afar sjaldan í því hvað er í vörunum sem ég set framan í mig eeeen fyrir ykkur skynsömu konur sem gerið það þá er þetta frábær viðbót við snyrtivöruflóruna hér á landi. 

Í fyrstu ferðinni minni keypti ég stick eyeshadow penna í litnum 04. Liturinn er fáránlega fallegur og ég hugsaði hann strax sem góðan grunn undir svona brún/fjólublátóna augnskugga eða bara einan og sér. Á umbúðunum stendur að hann eigi að endast í 8 tíma og svona no-transfer. Ég var hinsvegar ekki alveg nógu ánægð með það, en hann eiginlega fór allur af þar sem ég reyndi að blanda útlínurnar. Það þarf aðeins að byggja upp litinn ef maður vill blanda vel, en liturinn er vel þess virði! Líka þykkur blýantur og mjög fljótlegt að setja á sig.


Svo fallegur!


Svo stóðst ég ekki mátið og skellti mér á gráan blautan eyeliner. Ég hef ekki unnið mikið með gráa liti og var þess vegna mjög spennt að prófa hann á mér og sjá hvernig hann kæmi út með grænum augum. Það er ótrúlega auðvelt að vinna með hann og hann helst á endalaust! 10 stig fyrir endingu! Kemur ótrúlega fallega út fannst mér og gaman að breyta til frá venjulega svarta eyelinernum.







Hér er svo sami eyeliner og gerviaugnhár frá Red Cherry sem eru einnig tiltölulega ný hér á landi og svooooo falleg. Búin að kaupa mér 4 pör og stefnir í að ég kaupi mér allar tegundirnar. Þarna er ég með #DW sem eru frekar stutt og svona "wispies" sem þýðir að þau eru ekki alveg bein heldur svona smá í kross og út um allt sem kemur mjög vel út. Varaliturinn er Russian Red frá Mac og kinnaliturinn er Flamingo frá Sleek (fæst á haustfjord.is)


Mæli hiklaust með að þið kíkið á Cool Cos búðina í Smáralind. Hún er uppi á sama gangi og ísbúðin. Flottar vörur á góðu verði, frábær þjónusta og mikið úrval.


Vona að þið hafið átt góða helgi!




1 comment:

  1. ég held að þetta sé uppáhalds lúkkið mitt, þú ert svo gooooooooorgeously cool!!

    ReplyDelete