Tuesday, October 21, 2014

Marín fær makeover

Litla systir mín fór á árshátíð um daginn og við ákváðum að prófa að lita á henni hárið. Hana langaði að breyta til og hefur aldrei látið lita það áður. Agalega hugguleg systrastund þetta - hárlitun og vax. Ég hef aldrei litað hár áður en þökk sé ítarlegum leiðbeiningum gekk þetta stóráfallalaust fyrir sig og aldrei að vita nema við gerum þetta aftur. Sparar alveg nokkra tíuþúsundkalla.


Svona leit hárið út fyrir litun. Athugið að liturinn er mjög skrýtinn eins og allir aðrir litir sem draga í sig birtuna af græna baðherberginu mínu. Marín er ekki með grænt/gult hár


Spennt fyrir litun hjá hár-amateurnum

Svo kom þetta bara ansi vel út og á árshátíðinni var hún voða sæt og fín




Förðun:

Húð: Nars Sheer Glow í litunum Deauville og Punjab. Mac Studio Fix púður, Benefit Hoola, Mary-Lou Manizer highlighter
Augu: Lorac Pro palette (en ekki hvað), augnhár frá Red Cherry (man því miður ekki hvaða týpa), Maybelline gel eyeliner, YSL babydoll maskari
Augabrúnir: Sleek eyebrow kit
Varir: NYX Beige gloss


Gaman að gera þennan litla durg soldið sæta fyrir Stuðmannaball (so jealous)








No comments:

Post a Comment