Sunday, October 26, 2014

Fyrsta tilraun í sósulitun

Ég fæ stundum vinkonur mínar til mín í förðun fyrir sérstök tilefni og málaði eina fína Þórhildi í gær fyrir stórafmæli. Setti þó ekki sósulit framan í hana eins og titillinn gefur til kynna..það kemur á eftir.



Eftir að því var lokið tók við aðeins öðruvísi verkefni, en Kári var að fara á árlegt grímubal vinahópsins og fór sem Buddha munkur. Hárið fékk að fjúka og hann keypti 5 metra af efni til að vefja utan um sig. Þetta var fyrirmyndin:


Ég hafði heyrt einhversstaðar að sósulitur væri ódýr og einföld leið (ekki vel lyktandi leið samt..oj) til að breyta húðlit svo við keyptum svoleiðis. Nú er Real Techniques Cheek Brush ekki bara uppáhalds burstinn minn í kinnalit heldur líka sósulit. Það er svo nánast ógerlegt að ná jöfnum lit með þessum viðbjóði svo hann leit út eins og hann væri með brunasár í andlitinu og á bakinu eða með einhvern húðsjúkdóm. Eeeeen heppnaðist nokkuð vel miðað við fyrstu sósulitun.

Það lítur kannski út eins og ég hafi eytt miklum tíma í að gera detail-uð brunasár í andlitið á honum en nei - ég er bara svona léleg að vinna með sósulit.


Veit ekki hversu vel séð það er að þeir séu með tattoo..eeen það skipti svosem minnstu fyrir þetta tilefni.

Ég fór svo í búningapartý með bekknum mínum þar sem við vorum kúrekar og indíánar. Þetta var indíánabúningurinn minn. 


Fór svo í bæinn með bekkjasystur minni sem var búin að taka af sér kúrekahattinn sinn. Ég var ekki svona séð að taka með mér auka föt en fjaðrirnar vöktu mikla lukku.

Nú er svo (vanda)mál (vanda)málanna að finna nýjan búning fyrir næstu helgi. Ég er svo hugmyndasnauð fyrir svona...verð örugglega slutty pumpkin.



Vona að þið hafið átt góða helgi!










No comments:

Post a Comment