Sunday, October 5, 2014

Uppáhaldsburstar

Þessi færsla hefur heldur betur dregist. EN hér er hún.

Þetta eru uppáhaldsburstarnir mínir: 




Mac 187 - nota hann aðallega í sólarpúður þessa dagana en mér finnst líka gott að nota hann í léttari fljótari farða, sérstaklega Mac face and body og fleiri í þeim dúr sem þekja ekki mikið.


RT expert face brush - þéttur bursti í þægilegri stærð sem ég nota í alla fljótandi farða. Ótrúlega mjúkur og góður. 



RT blush brush - þennan nota ég í sólarpúður og kinnalit. Hann dreifir litnum mjög jafnt vegna þess hvernig hann er í laginu og tekur ekki upp of mikið af lit sem mér finnst gott því ég á það til að setja alltof mikinn kinnalit með öðrum burstum. Betra að nota þennan og byggja litinn upp.


RT contour brush - þessi bursti er algjör snilld. Nota hann aðallega til að skyggja undir kinnbeinum þegar ég fer í þann pakka en hann er líka frábær í highlighter og að blanda hyljara undir augunum.


RT setting brush - þessi elska er uppáhaldið mitt til að púðra yfir hyljarann undir augunum til þess að hann hreyfist ekki til. Stundum vil ég ekki púðra allt andlitið svo áferðin á farðanum fái að halda sér en samt mikilvægt að púðra yfir hyljarann svo hann haldist betur á og "crease-i" ekki. Þá set ég yfirleitt það sem er eftir í burstanum á mitt ennið og svo við hliðarnar á nefinu.


RT buffing brush - uppáhalds af þeim öllum. Nota hann í öll meik og stundum til að blanda hyljara. Virkar líka vel í púður. Vinnur eiginlega bara alla vinnuna við að blanda fyrir mann.




Ég er agalega veik fyrir limited edition og þess vegna keypti ég þessa tvo Sigma bursta í afmælis-kopar-útgáfu um leið og þeir lentu á klakanum. F80 þessi stóri er sennilega mest lofaði bursti á Youtube og stendur svo sannarlega fyrir sínu. Þéttur flatur kabuki bursti sem er ótrúlega þægilegt að vinna með. Þessi litli er svo E65 og hann nota ég aðallega í Anastasia dip brow pomade sem er litað augabrúnagel. Fullkomin stærð fyrir það! Líka góður í gel eyeliner.



Makeup store 107 - nota þennan alltaf þegar ég set ljósan lit yfir allt augnlokið eða ef ég ætla bara að nota einn augnskugga yfir allt. 

Mac 217 - sennilega vinsælasti bursti Mac bara ever. Skiljanlega. Hann er ómissandi. Ef þú ætlar að kaupa þér einn förðunarbursta myndi ég kaupa hann - hiiiiiklaust. Nota hann í allt sem við kemur augnförðun, hvort sem það er að setja lit á augun, blanda, nota undir neðri augnhárin eða hvað. Virkar í allt. 

Mac 228 - bestur i nákvæmnisvinnu eins og að dekkja alveg uppvið augnhárin, skyggja ysta hluta augnloksins, setja augnskugga undir augun og allskonar bara.

Mac 210 - þennan nota ég mest í gel-eyeliner en líka til að búa til svipaða línu með augnskugga ef ég vil fá aðeins mýkri meira smokey línu.


Þetta eru svo nýju uppáhaldsburstarnir mínir - enda limited edition (heh) og ég var ekki lengi að stökkva út í búð og skella mér á þá. Þeir voru á fáránlega góðu tilboði á aðeins 5500 krónur! Er búin að prófa þá alla núna og get ekki sagt annað en þetta hafi verið ást við fyrstu sýn.



Vona að þið getið litið framhjá því hversu skítugir burstarnir mínir eru...

Svo eru vandræðalega margir burstar á óskalistanum og ég vona að þeir rati einn daginn í safnið. 


Von að þið eigið huggulegan sunnudag. Á dagskrá í dag eru heimilis- og burstaþrif. Gríðarlega spennandi dagur framundan

Góðar stundir

-Kara







No comments:

Post a Comment