Wednesday, November 26, 2014

Nauðsynjavörur fyrir glimmer-season

Þegar líða fer að jólum er óhætt að taka upp glimmer augnskuggana sem hafa fengið að liggja ofan í skúffu og safna ryki. Ég var spurð um daginn hvað væri það besta til að setja undir glimmer svo það héldist á. Ég var ekki alveg viss svo ég lét reyna á tvær vörur sem ég átti og prófaði þær með guðdómlega fallegu glimmeri frá Makeup Geek (fæst hér á litla 7 dollara). Vörurnar tvær eru frá Make Up Store, Blend & Fix (hér) og Mixing Liquid (hér). Báðar tær snilld og algjört möst fyrir hátíðarnar. Eða allaveg önnur þeirra.



Hér er pigmentið Utopia frá Makeup Geek


Hér notaði ég Mixing Liquid og þannig blandaðist formúlan saman og úr varð svona falleg metal áferð þar sem glimmerið sjálft sést ekki svo mikið en í staðinn kemur litur með góðri þekju og ótrúlega fallegri áferð.


Með Blend & Fix kemur glimmerið sjálft betur fram og heldur áferðinni sem það hefur í dollunni en verður mun litsterkara og helst betur á. 


Eini gallinn við þetta annars fína glimmer er að þegar það er notað eitt og sér er það frekar lítilfjörlegt og nánast hægt að blása því af. Samt fallegt ef maður vill bara smá glimmer t.d. yfir annan augnskugga, ekki of áberandi.


Niðurstaða þessarar tilraunar: jafntefli. Bæði betra - eins og venjulegt cheerios og honey nut cheerios. Möst fyrir glimmersjúka að skella sér á aðra hvora vöruna allavega fyrir áramótin.



Knús!



P.s. Þóra Kristín, vonandi var þetta hjálplegt ;)


No comments:

Post a Comment