Monday, November 24, 2014

Bara Maybelline

Tvo daga í röð?! Frökenin greinilega komin í upplestrarfrí og prófabugunin yfirvofandi. Þá er nú gott að geta leitað huggunar í það sem er skemmtilegra en að hugsa um að fara kannski bráðum að byrja smá að læra..snyrtiborðið.

Mér finnst mjög gaman að sjá svona one brand förðunarlúkk þar sem (augljóslega) er bara notað eitt merki. Ekki skemmir fyrir þegar merkið er í ódýrari kantinum og það á svo sannarlega við um Maybelline. Ég hef sankað að mér þónokkrum vörum frá Merkinu og held að ekki ein einasta hafi valdið mér vonbrigðum. Mér tókst á örfáum mínútum (grínlaust sko) að búa til fínasta jólalúkk aðeins með Maybelline vörum. Ég þykist nú ekkert vera að finna upp hjólið með gull/shimmer augnskugga og rauðum vörum - EN - eitthvað sem tekur enga stund, allir geta gert og krefst engra sérstakra hæfileika.

Hér eru vörurnar sem ég notaði:


Húð: Dream Matte mousse og Dream touch kinnalitur (02)
Augabrúnir: Express kajal og brow drama augabrúnagel
Augu: Color Tattoo (mesta snilld í heimi) í litunum permanent taupe (undir augun) og on and on bronze (á augnokin), the Colossal volum' express maskarinn - uppáhalds!
Varir: síðast en hreint ekki síst varaliturinn Hollywood Red sem ég held að sé bara uppáhalds og mest notaði varaliturinn minn. Hann er svona rauð/bleik/mauve litaður, þarna á milli einhversstaðar.



Highlighter óþarfi með þennan fína kinnalit sem gefur svona fallegan glans ef maður dreifir honum aðeins upp á kinnbeinin

Ahhh þessi varalitur! what a bjúd

Svo er einnig hægt að skella í svona snúð sem tekur u.þ.b. 10 sek (15 sek max)

Auðvitað ef fólk hefur tíma og þolinmæði er hægt að bæta við blautum eyeliner, Master Precise, Gel eyelinernum eða gel-pennanum..allir snilld. Ég hef reyndar ekki prófað blauta/gel eyelinera frá neinu fancy merki þar sem Maybelline (og L'Oreal reyndar líka) hafa reynst mér afar vel og ég held ég haldi mig bara við þessar fínu budget-friendly vörur!

Eina sem ég átti ekki frá Maybelline er hyljari, en mig langar mikið að prófa einn sem reyndar fæst ekki á Íslandi, anti-age eraser eye concealer, sem allir á youtube hafa verið að dásama. Skelli mér á hann þegar hinir klárast..heh..

ást og friður og góðar stundir



No comments:

Post a Comment