Sunday, November 30, 2014

Happy nude year

Þið furðið ykkur kannski á titlinum? Þetta er nafnið á Bourjois Rouge Edition Velvet varalit/gloss sem er tiltölulega nýkominn út og Vivianna vinkona mín sagði að hann væri snilld svo ég keypti hann. Ef ykkur vantar nýja youtube vinkonu mæli ég hiklaust með henni, ótrúlega skemmtileg. Gaman að segja frá því líka að þetta voru fyrstu snyrtivörukaupin mín í TVO MÁNUÐI! hvort sem þið trúið því eður ei.

Við í bekknum ákváðum að hrista aðeins úr klaufunum svona áður en próflesturinn fer á fullt svo ég tók mér góðan tíma við snyrtiborðið til að vera almennilega útlítandi fyrir þetta merka djamm. Var ótrúlega ánægð með að eyelinerinn heppnaðist looooksins nákvæmlega eins og ég vildi - svona Lindu Hallberg style þráðbein lína. Augnskuggarnir eru Mac All that glitters og Brun og svo Makeup geek Creme brule og Cocoa bear.






Þessi litur er ekki beint nude litur eins og nafnið gefur til kynna en ótrúlega fallegur fölbleikur (ekki alveg svona skærbleikur eins og á myndinni)

Eyrnalokkurinn (bara einn) er úr Topshop.

Vaknaði svo í morgun stífmáluð og ekki nærri því eins hress og í gærkvöldið....en það var nú vel þess virði fyrir góða skemmtun með góðum sjúllum!



3 comments: