Monday, November 17, 2014

Instagram

Netið komið í lag..þá bilar tölvan. Grrreat! Skelli því inn nokkrum instagram myndum síðustu vikna í örvæntingarfullri tilraun til að lífga upp á bloggið í tölvuleysinu.

Kannist þið við þessar? Rótarlausar!! Báðar tvær. Fór loksins í litun til Ebbu snilla! Mjög ánægð með litinn :) 

Málaði mig og fór í bíó að sjá the judge. það var nefnilega uppselt á interstellar. Var spenntari fyrir að fá popp í hléinu heldur en fyrir myndinni. Svo var ekkert hlé :'( . Myndin var samt fín sko

Reyndi að raða inn í nýju íbúðina án þess að það liti út fyrir að trendsetterinn hafi ælt yfir hana.

Sá hvítan mink í Breiðholtinu!!!! Er það eðlilegt?

Hannaði dagbók á netinu og fékk senda heim. Bleik auðvitað.


Nú vona ég að tölvufólkið drífi sig að laga tölvuna mína. Svo ég geti nú farið að læra (eða ekki læra, geri sennilega meira af því með þessa tölvu)


Ykkur er velkomið að fylgja mér á instagram (karaelvars) og fylgjast með æsispennandi lífi mínu. 

Annars vona ég að þið eigið góðan mánudag!

Góðar stundir

-kara 
xoxo

2 comments: