Monday, November 10, 2014

Nýja heimilið

Þá erum við loksins búin að koma okkur almennilega fyrir hér í 104. Fikrum okkur smátt og smátt nær miðbænum, úr 210 í 200 og svo 104. Ekki margir sem minnka við sig á þessum aldri en ég get sagt ykkur að það er ekkert grín að koma innbúi úr 200 fm fyrir í 46 fm. Hinsvegar líður okkur voða vel hérna í Laugardalnum og eftir að hafa losað okkur við nánast allt dótið sem við höfðum fengið að láni héðan og þaðan komum við öllu ágætlega fyrir hérna.

Ég fékk það í gegn (með fallegu brosi og puppy eyes) að nota borðstofuborðið sem eldhús-/lærdóms- og alt muligt borð svo að blessaða snyrtiborðið mitt kæmist fyrir þar sem gert er ráð fyrir skrifborðsaðstöðu. Nýtti tækifærið og endurraðaði öllu snyrtidótinu, henti og skipulagði og enduruppgötvaði nokkrar gamlar vörur sem ég hlakka til að draga fram aftur. Því, til þess að vera alveg hreinskilin, ég hef ekki keypt mér snyrtivörur í svo langan tíma að ég býst við símtali frá bankanum hvað og hverju um óvenjulega (ó)notkun á kortinu mínu....

Svona líta herlegheitin út:

Svona var stemningin í byrjun





Kári duglegur að setja saman húsgögn

Gat ekki staðist þetta skilti í Söstrene Grene í dag á þessum kalda mánudegi

Við höfum fengið ansi margar iittala vörur að gjöf síðasta árið og það var aðeins erfiðara að dreifa þeim um íbúð sem er 1/4 af þeirri gömlu..Myndaþraut dagsins - hvað spottar þú margar iittala vörur á myndinni? (svarið er 8...jább..8) Mætti halda að trendsetterinn búi hérna.

Keypti þetta krúttlega símaborð á Bland.is! þvílíkar gersemar sem leynast þar inn á milli, lúkkar mjög vel með kontrabassanum - sem er í hlutverki skrauts á þessu heimili (og 2 iittala vörur í viðbót..auðvitað)

Oooog snyrtiborðið mitt. Það á að vísu eftir að setja upp spegilinn en þetta er fínt svona í bili. Þangað til ég kaupi mér borvél. Heh..



Mér finnst ótrúlegt hversu margir hafa kíkt í heimsókn á bloggið daglega þrátt fyrir að ég hafi ekki skrifað stakt orð..takk fyrir að kíkja við og sorry með mig! Lofa að hætta að vera latur og netlaus ómálaður aumingi!



1 comment: