Sunday, June 2, 2013

Ódýrar (en góðar) snyrtivörur

Ég datt aaalveg óvart inná síðuna hjá Sleek Makeup og slefaði yfir lyklaborðið yfir úrvalinu á augnskuggapallettum á hlægilegu verði. Ég fór svo á Youtube og Google og skoðaði dóma um augnskuggana hjá þeim og svo virðist sem þetta séu bara fínustu vörur - sem er oft ekki raunin með svona ódýra augnskugga. Ég setti nokkrar vel valdar vörur í körfuna og ætla að panta fljótlega. Hlakka til að sýna ykkur allt sem ég keypti!

Hlakka líka til að prófa varalitina og kinnalitina og contour kittið og augabrúna kittið!

Hvet ykkur til að skoða úrvalið - hugsa að fáir komi tómhentir úr þessari net-verslunarferð!

MUA Makeup Academy er önnur síða með virkilega ódýrum vörum og ég heyrði fyrst um hana bara í vikunni. Ég ætla reyndar ekki að panta neitt frá þeim í þetta skiptið en aldrei að vita nema ég prófi það einn daginn.

ELF er annað ódýrt merki sem hægt er að fá á Íslandi reyndar. Á síðunni þeirra er mikið úrval en líka hægt að skoða í búðinni Shop Couture í Síðumúla 34. Ég er alls ekki hrifin af öllum vörunum þeirra en margt mjög fínt þar! Ég er t.d. mjög ánægð með varalit sem ég keypti þar og mineral augnskugga primer. Ekki eins ánægð með 100 augnskugga pallettuna þar sem litirnir hverfa um leið og maður reynir að blanda þá aðeins. Hef þó séð makeup-artista eins og Lisa Eldridge, sem er í miklu uppáhaldi hjá mér, nota svona pallettu frá þeim í sýnikennslu videoi. Ég þarf kannski bara að prófa fleiri liti úr pallettunni :)
Þar eru líka burstar sem eru mjög ódýrir. Ég nota mikið crease burstann og er mjög ánægð með hann.
Endilega kíkið á úrvalið hjá þeim!


-----------------------------------------------------------------------------

Vona að einhverjir fátækir námsmenn eins og ég nýti sér þessar síður! :)

-Kara



No comments:

Post a Comment