Saturday, June 8, 2013

Í hárið

Mér finnst þykkt og glansandi hár ótrúlega fallegt en ég er því miður ekki svo heppin að skarta því sjálf. Ég er með frekar flatt og fíngert hár sem tekur illa við krullum og svoleiðis ef ég er ekki með neitt í því. Ég eeelska Bed Head vörurnar og þegar ég vil eiga góðan hár-dag, þá eru þessar vörur algjört möst:


Bed Head Epic Volume Shampoo & Conditioner
Fyrst fannst mér þetta ekkert spes sjampó því það gerði hárið svo stamt eftir að ég skolaði það úr, en með næringunni og annað hvort Queen for a Day eða Small Talk varð það miklu meðfærilegra og auðveldara að vinna með. Líka miklu þykkara og flottara!


Nota annað hvort þetta sprey eða Small Talk (hérna fyrir neðan)

Fyrir bæði gildir nokkurn veginn sama aðferðin. Sett í hárið þegar búið er að þurrka hárið með handklæði og svo blásið. Fyrst þegar ég fékk spreyið skildi ég ekkert í því af hverju það virkaði ekki, þá vissi ég ekki að það virkjaðist við hitann frá blæstrinum. Spreyið er reyndar líka hægt að setja í þurrt hár og blása svo til að hressa við hárið t.d. ef þú vilt fá volume í það fyrir kvöldið en nennir ekki að þvo það fyrst :)



Ekki skemmir heldur fyrir hvað það er ótrúlega góð lykt af þessum vörum!
Bed Head vörurnar fást á mörgum hárgreiðslustofum og einnig á frábæru verði í Kosti og Iceland.

Fyrir bad-hairdays þegar maður sefur aðeins yfir sig, þá er Batiste þurr-sjampóið líka algjör snilld. Gefur lyftingu og þurrkar upp fituna í rótinni. Líka gott að hafa svona með sér í útilegur og svoleiðis. Algjört möst fyrir þjóðhátíð ef þið nennið ekki í pakkaða sundlaugina


Batiste þurrsjampóið fæst m.a. í Hagkaup


----------------------------------------------------------

Góða helgi! 
-kara*

No comments:

Post a Comment