Sunday, June 23, 2013

Helgin

Æj hvað þetta var yndisleg helgi! Sól og sumar og það lifnar yfir öllu. Brjálað að gera hjá mér um helgina, afmæli á föstudaginn, SJÖ útskriftarveislur á laugardagskvöldið og afmæli og útskriftarveisla í dag. Þetta krafðist auðvitað þriggja mismunandi outfit-a og förðunar meððí. Sem mér fannst aldeilis ekki leiðinlegt - enda búin að vera í myglaðari kantinum síðustu vikur!

Föstudagsdressið var svona:


Ný og fín skyrta frá h&m og gamlar og góðar buxur líka frá h&m. Skórnir eru 67 frá GS. Pabbi spurði mig svo hvort ég ætlaði að taka svaninn í kvöld - og átti þá við þessar gríðarstóru fjaðrir í eyrunum á mér. Less is more hefur ekki verið mín speki þegar kemur að eyrnalokkum..

Að sjálfsögðu varð ég svo að prófa Sleek dótið mitt og notaði Showstoppers pallettuna. Útkoman varð rosa bleik og smá fjólublá og agalega fannst mér augnskuggarnir fínir! Smellti á mig gerviaugnhárum og allt - enda tilefni til eftir próf :)








-------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Laugardagurinn fór svo aðallega í almenna leti og sólbað þar til útskriftarveislugeðveikin tók við - sjö veislur það kvöldið. Ég leit svona út (með og án gleraugna)


fyrst svona - eftir góða sundferð og 3 klst latt á svölunum


örlitlu seinna


notaði hina Sleek pallettuna í þetta - Ultra Matte V2


nýju nörda/sexyteacher gleraugun

-------------------------------------------------------------------------------------

Í dag var ég að flýta mér rosa og tók engar myndir. Fór í afmælisboð hjá einni yndislegri 16 ára litlu frænku og hitti þar familíuna og nýjasta fjölskyldumeðliminn - little red, aaaalgjört snúllubuff! Fór svo í útskriftarkaffiboð hjá myndarlegasta sjúkraþjálfara á Íslandi (staðfest) sem var að útskrifast í gær - einstaklega vel heppnað eintak sem ég nældi mér í!


Vona að þið hafið átt góða helgi í sólinni! :)

-Kara



1 comment:

  1. þú ert svo fín og flott elsku Kara!!!
    ég elska að lesa bloggið þitt, svo mikið alvöru!!

    ReplyDelete