Tuesday, June 4, 2013

Gleðilegan júní!

Vá hvað tíminn flýgur! Árið að verða hálfnað og sumarið (ætti að vera) komið! Byrjuð í sumarvinnunni minni á leikskólanum - þá er sumarið komið hjá mér..þó ég hafi verið í úlpu og regnbuxum og með húfu og vettlinga úti í dag. Ekkert meira hressandi fyrir húðina en að fara út í smá íslenskt rok og rigningu!

Í kvöld fór ég svo út að borða með kennurunum í Listdansskólanum og ákvað að prófa að setja eitthvað nýtt í hárið á mér. Ég hef verið mun duglegri að prófa mig áfram með hárgreiðslur eftir að ég klippti það stutt. Útkoman var einhverskonar rockabilly-half-updo sem kom bara ágætlega út..voða krúttlegt allavega. Förðunin var svo 2 - mín förðun, svona þægilegt day to night förðun. Notaði Maybelline Master Precise eyeliner-túss, einstaklega hentugur í svona hrað-förðun. Eitt strik og förðunin er tilbúin! Skellti svo smá púðri yfir (var bara með BB cream undir frá því fyrr um daginn) og Russian Red frá Mac setti svo punktinn yfir i-ið :)


Bolurinn og fínu silfur-gallabuxurnar eru úr H&M. Skórnir eru 67 skór úr GS. Skellti mér á þá í gær, eina sem vantaði í skósafnið voru svona fín látlaus ökklastígvél. Nú tek ég mér góða skókaupa-pásu!


Rockabilly hárið


Naglalakk vikunnar er svo þetta fína pastel bláa naglalakk sem ég man bara alls ekki hvar ég keypti..rosa sætt samt


Eyeliner með spíss og rauður varalitur. Combo sem getur ekki klikkað!

----------------------------------------------------------------

Í byrjun hvers mánaðar verð ég alltaf extra metnaðarfull! Ég datt í smá motivational quotes leit í gær og svo tókst mér með undraverðum hætti að fara í ræktina fyrir vinnu í dag. Pottþétt þessum quote-um og eftirfarandi myndbandi að þakka!



Og svo þetta video..eins amerískt og dramatískt er það er - er svo mikið til í þessu. Þó það sé reyndar um hafnarbolta er hægt að yfirfæra það á allt annað sem við gerum!





-------------------------------------------------------------------------

Svo bara ef við syngjum "sól, sól, skín á mig..." nógu oft - þá kemur hún stóra gula! 
Það allavega virkaði aaaaalltaf þegar ég var í leikskóla


-kara





1 comment:

  1. þú ert rosa sæt með hárið svona, ég ætla að herma og vona að ég verði líka sæt :D

    ReplyDelete