Tuesday, May 20, 2014

Meira Sleek í safnið

Ég pantaði örlítið Sleek góðgæti frá henni Heiðdísi á haustfjord.is.



Ég var búin að hafa augastað á augabrúnablýant bæði frá Anastasia og Hourglass en tímdi bara alls ekki að kaupa mér svoleiðis svo ég ákvað að prófa sambærilegan blýant frá Sleek til að sjá hvort það væri eitthvað varið í hann. Og viiiiiti menn, þvílík snilld! Vaxkenndur "skrúfblýantur" með skáskornum oddi og spooley greiðu á hinum endanum. Fullkominn til að fylla inn í og móta augabrúnirnar.

Augabrúnalaust freknufés



Voilá


Keypti líka Matte Me gloss í litnum Fandango Purple sem er fjólublátt gloss sem þornar alveg matt. Liturinn er mjög sterkur og kemur mjög vel út á vörunum.


Aldrei vill myndavélin mín sýna ykkur raunverulegan lit varalita/glossa..eitthvað stillingaratriði sem ég kann ekki á. Liturinn er mikið fjólublárri svona in real life

Keypti svo augnskuggapallettu sem heitir Oh So Special og er með fallegum bleiktóna litum. Eftir að Naked 3 pallettan frá Urban Decay kom út hefur mig langar mikið í einhverja svipaða með bleiklita tónum en eins og þið giskuðuð sennilega á tími ég alls ekki að kaupa mér hana heldur... Eins og ég hef talað um áður hér á blogginu eru augnskuggarnir frá Sleek algjör snilld! Mjög sterkur litur í þeim og í pallettunni er passleg blanda af möttum og glimmer litum(samt ekki glimmer..bara svona smá).


Í lúkkið hér fyrir neðan notaði ég bleika í efri röðinni, og nr. 2 og 4 frá vinstri í þeirri neðri



Ég notaði ljósbleika augnskuggann í efri röðinni sem kinnalit og er ótrúlega ánægð með hvernig það kom út! Mér dettur líka í hug að ljósbrúni liturinn í neðri röðinni gæti virkað sem skyggingarlitur fyrir ljósa húð. Þessi palletta er því tilvalin í ferðalög! Multitasker þessi..


Ég á í love/hate sambandi við freknurnar mínar. Núna þýða þær að sólin er komin og það gleður mig gríðarlega og ég býð þær velkomnar!

L8er homies
-kara xx





1 comment: