Tuesday, May 6, 2014

Júróförðun nr. 1

Ég fór úr náttbuxunum seinni partinn í dag og í betri gallann til að horfa á Eurovision í einni af nokkuð mörgum lærdómspásum í dag. Mér fannst það kjörið tækifæri til að prófa nýju Makeup Geek augnskuggana mína. Ég eeeelska þá! Svo pigmentaðir og svoo ódýrir! Keypti fjóra: Peach Smoothie, Creme Brulée, Cocoa Bear og Cinderella. Notaði þá alla í þetta lúkk. Peach smoothie yfir allt, creme brulée í crease-ið, cocoa bear til að dekkja ennþá meira í creasið og aðeins á ytri hluta augnlokanna og svo cinderella á innri ca 2/3 augnloksins. Svo notaði ég L'Oreal Super Slim eyelinerinn og L'Oreal million lashes maskara. Á húðinni er ég með Rimmel Match Perfection, sólarpúður frá Make Up Store og Coralista kinnalit frá Benefit. Á vörunum er varaliturinn Syrup frá Mac.



Nokkrar freknur farnar að láta sjá sig


Freknunærmynd



Gleðilegt Eurovision!! xo


Kara

No comments:

Post a Comment