Thursday, May 1, 2014

Nýtt og nýlegt

Góðan og fallegan daginn elsku þið!

Ég biðst afsökunar á fjarveru minni, hef bara ekki beint verið í förðunar-stuði svona í prófunum. Mig langaði samt að skella í eina litla færslu og sýna ykkur nokkra hluti sem ég hef sankað að mér síðustu vikur. Það líður sjaldan langt á milli þess sem ég kaupi mér eitthvað nýtt í safnið. Ég veit ég átti að vera í snyrtivörubanni fram á sumar..en hvern er ég að reyna að blekkja? Ég er hömlulaus. Naglalökk eru venjulega ekki á innkaupalistanum en ég er bara búin að lenda óvart með nefið ofan í 50% naglalakka-útsölu körfur í apótekum borgarinnar. Kemur fyrir besta fólk!


1. Bourjois Rouge Edition Velvet 06 Pink Pong
2. Mac Pro Longwear Concealer
3. Maybelline Color Show Rose Chic
4. L'Oreal 819 Sublime Platine
5. L'Oreal 833 Wasabi Hint
6. Depend nr. 362
7. Depend nr. 347

Ég var spenntust fyrir Bourjois varalitnum sem ég keypti í dag, en ég rakst á hann í Hagkaupum í dag mér til mikillar ánægu eftir að hafa séð tvo uppáhalds youtube bjútíbloggarana mína dásama þá undanfarið! Keypti litinn Pink Pong. Þetta kemur út eins og gloss en þornar með mattri/velvet dásamlega fallegri silkimjúkri áferð. Hér sjáiði hvernig liturinn lítur út á mér:



Myndavélin pikkar ekki alveg upp hversu mikið fallega bleikur hann er - ekki svona rauðbleikur eins og á myndinni..samt mjög fallegur. Finnst ekki ósennilegt að fleiri litir rati í safnið á næstunni. Næst á dagskrá er fallega rauði liturinn Hot Pepper. 



Mig vantaði nýtt rakakrem svo ég keypti mér Nordic Moisture frá Garniere. Hlakka til að prófa það, hef aldrei prófað vörur frá Garniere áður. 
Ég kippi oft með mér í Body Shop litlum kremdollum. Þær eru rosa sniðugar oooog ódýrar. Bæði sniðugt til að prófa ný krem án þess að borga morðfjár fyrir krem sem hentar þér svo kannski ekki. Líka tilvalið að taka með sér í ferðalög! Fíla bæði kremin mjög vel. Annað er frískandi rakakrem með E-vítamíni og hitt er Aloe næturkrem. Mér finnst gott að hafa tvö rakakrem í gangi. Fínt fyrir húðina að breyta aðeins til.


Þennan maskara keypti ég á miðnæturopnun í Kringlunni á 50% aflslætti. Ég hef notað hann mjög mikið og finnst hann mjög góður. Lengir vel og þykkir við rót augnháranna. Eina sem ég get kvartað yfir er burstinn. Ég er ekki hrifin af burstahárunum og ekkert sérstaklega hrifin af löguninni, en formúlan finnst mér frábær!
Mig vantaði svo nýjan felt tip eyeliner fyrir svona morgna þar sem maður er á síðustu stundu en vill aðeins sjæna sig. Þessi er tilvalinn í það. Lögunin á pennanum er frábær og auðvelt að nota hann en ég er ekki alveg nógu hrifin af formúlunni. Innst í augnkrókunum finnst mér liturinn smitast niður í neðri vatnslínuna þar sem ég vil alls ekki hafa neinn lit. Kaupi þennan sennilega ekki aftur þar sem það er nóg úrval til af svona pennum.

Ég keypti líka tóma pallettu í Mac og depot-aði í gær nokkra augnskugga. Þeir eru afar glaðir með nýja heimilið sitt. Að depot-a augnskugga er efni í heila færslu í viðbót sem ég skal skrifa með glöðu geði ef einhver hefur áhuga á að vita hvernig það er gert, endilega látið mig vita hvort þið viljið sjá svoleiðis :)


Þá hef ég formlega hafið störf á ný eftir pásu. Eftir prófin hef ég agalega lítið að gera og kem því vonandi til með að koma með nýtt blogg daglega eða annan hvorn dag. 

Góðar stundir! xo

Kara

1 comment:

  1. Já það væri alveg fínt að fá svona depot færslu þar sem ég veit ekki hvað það er ;)

    ReplyDelete