Wednesday, May 21, 2014

Meik-laus förðun

Ég held ég geti alveg fullyrt það að ég hafi aldrei notað eins fáar vörur í heildar-andlitsförðun. Notaði 6 vörur! (plús bursta..en þeir teljast ekki með). Ég er ekki í stuði til að nota meik svona í sólinni svo ég notaði bara hyljara og örlítið púður á staði sem verða vanalega smá "oily" (leita hér með að íslensku fyrir oily...)
Þetta er allt sem ég notaði

Þetta er t.d. tilvalið til að taka með sér í ferðalag. Það er hægt að búa til fínasta dag og kvöld-lúkk með þessu öllu saman. Án þess að þrífa málningun af sér a milli..
T.d. svona:

Nr. 1: á ströndina (ef þú ert svo heppin að eiga leið þangað..ekki ég)
Eeeeekkert nema sólarvörn - málning á andliti á ströndinni er algjör sóun finnst mér..tiiiiil hvers?

Nr. 2: á daginn
Mac Pro Longwear hyljari (blandaði með RT buffing bursta), Rimmel stay matte yfir hyljarann og aðeins á T-svæðið, Sleek augabrúnablýantur, smá ljósbrúnn augnskuggi í crease-ið og smá bleikur augnskuggi á kinnarnar ooog maskari.

Nr. 3: út að djamma
Móta augabrúnirnar aðeins betur með blýantinum, brúnn augnskuggi á ytri hluta augnloksins, í crease-ið og undir neðri augnháralínuna. Önnur umferð af maskara og varalitur (frá Body Shop). 

Hugsa að þetta sé það sem ég mun taka með mér í næsta ferðalag + kannski 2, 3 varaliti í viðbót..(ef flugmennirnir og flugfreyjurnar vilja fljúga með okkur). Á það til að taka aðeins of mikið af förðunardóti með mér. Nú skal ég láta þetta duga!

-kara xx








No comments:

Post a Comment