Thursday, May 1, 2014

Hollur heimagerður ís

Nú fyrst held ég að bragðlaukarnir mínir séu orðnir fullþroskaðir. Ég borða nefnilega hnetusmjör núna, viti menn! OG snickers! OOOG peanut m&m. Já, undur og stórmerki gerast.
Þetta blogg átti að vera tilbúð fyrir langalöngu en myndavélin mín var með mótþróa svo hér er það..blogg nr. 2 þetta kvöldið!

Ég hef nokkrum sinnum gert mér "ís" úr frosnum bönunum og ákvað að gera svoleiðis um daginn eftir að ég mundi að ég ætti banana í frystinum - en svo, 40 gigtar- og bæklunarfyrirlestrum seinna, fannst mér bara að ég þyrfti að bæta einhverju smá gúmmelaði í þetta til viðbótar.

Frosinn banani (bananar? fer eftir magamáli hvers og eins) + hnetusmjör + smá kakó í blandara/matvinnsluvél



Nei þetta lítur ekki út eins og ís..en ekki gefast upp (og måske bætið við mjólkurdreitli ef þetta er allof þurrt - bara smá dropa!)

ÍS!!

oooooomnomnom!

Nammnamm ís og glósur



Gleðilega ísgerð!







No comments:

Post a Comment