Monday, May 12, 2014

Nýtt - Inglot og Mac

Ég var algjör sauður og gleymdi að taka mynd af Eurovision förðuninni minni á fimmtudaginn laugardaginn og þessvegna er engin færsla sem heitir Júróförðun nr. 2 eða nr. 3..sawryyy
EN hinsvegar var ég mjög ánægð með laugardagsförðunina - keypti mér gullfallega augnskugga úr Inglot, einn gel og hinn í eiginlega sama lit en ekki eins metallic áferð og öörlítið af fjólubláum tónum í honum líka. Bjúúútífúl! og ekki skemmir fyrir að saman kostuðu þeir litlar 3300 kr! Sem mér finnst ekki mikið fyrir góða augnskugga.



Svo á ég rosalega góða foreldra sem voru í London og ég bað móður mína að kaupa fyrir mig í duty free í London varalitinn Kinda Sexy frá Mac og 224 blöndunarburstann. Kinda sexy var því miður ekki til, en ég var svo heppin að Alluring Aquatic línan er komin út og í staðinn fékk ég litinn Enchanted One úr þeirri línu. Ég sver það að ég hefði borgað fullt verð bara fyrir pakkninguna, oh lord hvað þetta er fallegt! Hefði ég vitað að þessi lína væri að koma út (hef ekki verið með puttann á förðunarpúlsinum síðustu vikur greinilega...) hefði ég beðið mömmu að kippa með sér fleiri vörum úr línunni, mig langar í allt! Vonandi verður eitthvað til í Svíþjóð þegar ég fer þangað eftir rúmar 3 vikur..krossa fingur!
Sjáiði þetta bjútí!




Áferðin er mött en hann er samt mjög mjúkur, frekar þykkur og mjög pigmentaður - algjörlega einn af þessum your lips but better litum! Örugglega mjög fallegt líka að setja örlítið bleiktóna gloss yfir, mér dettur strax í hug NYX Beige glossið..en það er líka fyrsta glossið sem kemur upp í huga minn ef ég hugsa um gloss - alltaf! Best í heimi..varð að koma því hérna inn

Þessi er möst - aðeins meira fluffy en 217



Nú er komið sumarfrí og fyrsta mál á dagskrá er að útbúa förðunaraðstöðu með nýjum hirslum og nýju skrifborði (snyrtiborði) - hlakka til að sýna ykkur þegar það er tilbúið!

Oooog eitt enn! Lína vinkona mín er algjör snillingur bæði í förðun og bara lífinu - fyndnust í heiminum! Hún setti sér þá áskorun að ganga með varalit á hverjum degi í 82 daga og blogga um hvern og einn einasta. Varalitasjúka ég fylgist spennt með og hvet ykkur til að gera slíkt hið sama :) einnvaralituradag.blogspot.it - check it out


aaaadios amigos
ást xx


4 comments:

  1. Hefur þú átt 224 áður? Ég er búin að eiga minn í að verða ár og hann fer ennþá svo sjúklega mikið úr hárum! Óþolandi! Farin að spá hvort minn sé gallaður eða eitthvað :(

    ReplyDelete
    Replies
    1. Nei reyndar ekki en það var bara einhver (líklega á youtube) sem sagði að þetta væri meganæs blöndunarbursti og ég bara óóókei verð að kaupa hann - og ég á í eldheitu ástarsambandi við 217 svo ég bind alltaf miklar vonir við Mac. En ein vinkona mín sagði einmitt við mig í gær að hennar væri líka alltaf að fara úr hárum..þeir gera það soldið þessir með svörtu hárunum finnst mér, allavega duo fiber burstinn minn. Annars ætla ég að prófa Sigma E40 blöndunarburstann því mér finnst allir vera að dásama hann

      Delete
    2. Já. Ég var einmitt voða spennt en ég nota 224 mjög sjaldan orðið útaf þessu endalausa hárlosi! Hef verið að nota aðallega 217 og Real Techniques blöndunarbursta upp á síðkastið. Langar líka ótrúlega að prófa Zoeva blöndunarbursta - finnst einmitt margir bloggarar/youtube-lið vera að mæla með þeim upp á síðkastið. Planið er að kaupa nokkra útí Berlín í næsta mánuði :) Enda drullufínt verð á þeim og mér skilst gott dupe fyrir MAC nema sans hárlos!

      Delete
  2. Takk fyrir að minnast á mig elskan :)))
    Keypti mér einmitt Goddess Of The Sea úr Alluring Aquatic línunni, eeeeelska þessar pakkningar!!

    ReplyDelete