Monday, December 29, 2014

Fríhafnarkaup

Ég uppgötvaði svo frábært merki á flugvellinum í Austurríki (sem er glataður samt). Það heitir Rituals og er með allskonar vörur; húð-, bað- og snyrtivörur, ilmi fyrir heimilið, kerti o.fl. Ég keypti sett úr Laughing Buddha og ilm sprey sem er til að spreyja á sig og út í loftið og á rúmfötin og bara allsstaðar þar sem þú vilt góða lykt. Lyktin af þessari línu er Organic Mandarin og Yuzu sem er einhverskonar sítrus ávöxtur. Ótrúlega fersk og mild lykt. Í settinu er svo hreinsifroða, olía, skrúbbur og krem. Mun hiklaust panta mér fleiri svona vörur þegar þessar klárast. Vona að þeir sendi til Íslands!



Keypti líka maska sem Anna (Viviannadoesmakeup) hefur dásamað í langan tíma. Hann er frá merkinu Origins og er hugsaður til að nota yfir nótt og gefa húðinni þannig nægan tíma til að drekka í sig rakann úr maskanum. Í honum eru t.d. hyaluronic acid sem er notuð í fjöldamargar húðvörur og er talin græðandi og draga úr öldrun húðarinnar auk þess að gefa henni raka, avocado olía, mango butter og japanskur þari (mmm..). Maskinn líkist meira kremi en venjulegum maska - enda myndi venjulegur maski sennilega bara nuddast í koddann yfir nóttina. Lyktar ótrúlega vel og ég hlakka til að prófa hann!


Keypti mér svo bara eitt naglalakk hér heima en það er frá Essie, sem ég er agalega glöð að sé loksins fáanlegt hér á landi. Það heitir a cut above og er ljósbleikt/rose gold glimmer naglalakk. 


Sé fyrir mér að það væri fallegt bæði eitt og sér og þá fleiri en ein umferð svo glimmerið sé þéttara eða yfir annan lit. 


Þar til næst..





No comments:

Post a Comment