Wednesday, May 29, 2013

Náttúruleg förðun - skref fyrir skref

Fékk litlu systur lánaða til að gera ótrúlega einfalda náttúrulega förðun og tók mynd af hverju skrefi fyrir sig :) Læt myndirnar bara tala:


Hér er hún ómáluð og fre$h!


Byrjaði að gera hana smá gula með því að nota gula litinn í Cover all mix frá Make Up Store á allan roða í andlitinu.


Skellti svo Face and Body foundation yfir það


Svo fyllti ég aðeins upp í augabrúnirnar og setti mattan ljósbrúnan augnskugga í crease-línuna og ytri horn augnlokanna - notaði 217 bursta frá mac bæði til að setja augnskuggann á og blanda í leiðinni


Setti svo smá ljósan sanseraðan augnskugga bara á mitt augnlokið


Hér er ég búin að setja svartan eyeliner í efri vatnslínuna í auganu bara hægra megin - sjáið greinilega hvað það gefur mikla fyllingu í augnhárin. Enginn maskari þarna


Setti svo smá sólarpúður og kinnalit og blandaði vel við farðann svo engin skörp skil sæjust. Setti pínu Syrup varalit frá Mac og lét hana nudda honum vel inn í varirnar með fingrunum til að fá náttúrulegri áferð. Þá var hún bara tilbúin! :)





Svona er hún sæt hún systir mín :)

--------------------------------------------------------------------

Auðveldast í heimi! 
-Kara**

2 comments:

  1. flinka þú!
    haha síðasta myndin er nákvæmlega eins svipur og þú gerir stundum :D
    elska þessar systur!

    ReplyDelete
    Replies
    1. Hahah ég veit! Fannst hún svo lík mér á myndinni að ég varð að setja hana inn :)

      Delete