Sunday, February 9, 2014

Hugmynd að árshátíðarförðun #1

Ég hafði hugsað mér að setja inn nokkrar hugmyndir að förðun fyrir t.d. árshátíðir þar sem þetta er jú sá tími ársins. Ég ætla að hafa eitthvað fyrir alla, dökkt, ljóst, litríkt, auðvelt og flóknara. Hér er ein hugmynd með grænum, bláum og brúnum tónum og fallega bleikum vörum.

Ég notaði fjóra augnskugga til verksins:

Grænn frá NYX. Smá glimmer í honum

NYX palletta með bláum litum

Mac Club. Ótrúlega skemmtilegur litur sem er á mili þess að vera grænn og brúnn. Fer eftir sjónarhorni.

Inglot glimmer sem er eiginlega eins og glimmer útgáfa af Club hér fyrir ofan

Hér kemur svo förðunin skref fyrir skref

1. Byrja með hreint andlit og ber á mig rakakrem

2. Notaði Mac Face and Body í N20 og Collection 2000 hyljara. Svo E.L.F. Brow kittið í litnum Ash

 3. Setti græna NYX augnskuggann yfir allt augnlokið

 4. Notaði svo blágræna litinn lengst til vinstri í NYX pallettunni yfir þennan græna

 5. Setti club meðfram augnhárunum á utanvert augað og aðeins upp að augnbeininu og undir augun. Notaði svo Mac 217 bursta til að blanda.

 6. Svartur eyeliner í vatnslínuna og grænn Make Up Store eyeliner við neðri augnhárin

7. Bætti svo aðeins af græna augnskugganum aftur ofaná augnlokið aðallega á innri hluta augnloksins og skellti Inglot glimmeri yfir allt saman.

Voilá!




Græni liturinn undir augunum er skemmtileg tilbreyting og mér finnst hann gera mjög mikið fyrir heildarlúkkið. Ég á nóg af lituðum eyelinerunum og þarf greinilega að vera duglegri að nota þá. Ætla að reyna að koma með aðra hugmynd eða jafnvel tvær fyrir næstu helgi :)

Þessa förðun má að sjálfsögðu gera aðeins dramatískari/dekkri með því að nota meira af club til að skyggja og jafnvel svartan/brúnan augnskugga í crease línuna til þess að skerpa. Ég ætlaði líka að setja gerviaugnhár en svo fannst mér það ekki endilega þurfa. Kannski fallegra að hafa bara nokkur stök augnhár í ytra hornið. Svo væri mjög fallegt að bæta við eyeliner, en mér finnst skemmtileg tilbreyting að hafa ekki eyeliner þar sem ég nota hann eiginlega alltaf þegar ég fer eitthvað fínt.

Vona að þið hafið átt góða helgi!
-Kara


1 comment: