Thursday, February 20, 2014

#3

Hér er enn eitt árshátíðarlúkkið. Ég ákvað að leika mér aðeins með nýja liti og notaði til þess tvær pallettur frá Sleek, Ultra Matte V2 og Showstoppers. Notaði grænbláan og svartan lit úr þeirri möttu og svo fjólubleikan sanseraðan úr Showstoppers, bleikan og ljósan sanseraðan. Í þetta skiptið byrjaði ég á augunum því ég notaði dökka liti og það féll svolítið undir augun. Þess vegna lít ég út eins og panda á nokkrum myndum...

Hér eru herlegheitin, skref fyrir skref

1. Gleði gleði gleði


 2. Panda panda panda..blágrænn augnskuggi yfir og undir


3. Fjólubleikur í crease-ið og undir neðri augnhárin alveg inn í augnkrókinn


 4. Hvítur sanseraður augnskuggi inn í augnkrókana og svartur eyeliner meðfram augnhárunum


 5. Hyljari og svo blanda blanda


 6. Meik og púður og allt svoleiðis (Rimmel Wake Me Up Foundation + Stay Matte púður undir augun)


 7. Augabrúnir - aðeins dekkri en venjulega en mér fannst þetta lúkk þurfa aðeins sterkari augabrúnir. Þarna er ég líka búin að skyggja undir kinnbeinin, setja kinnalit og highlighter


 8. Maskari og nude varablýantur + gloss...voilá!








 Off it goes...

Hej då!

-Kara

No comments:

Post a Comment