Wednesday, February 19, 2014

5 highlighter-ar

Ein tegund snyrtivara sem ég kynntist fyrir ekki svo löngu er highlighter. Því miður kann ég ekki gott íslenskt orð yfir þessa fegurð en það verður að hafa það.
Í Benefit jóladagatalinu mínu leyndust þrír slíkir, annan frá Benefit keypti ég í Saga Shop hjá Icelandair og þann fimmta pantaði ég á spottprís hjá Sleek. Allir eru þeir fallegir, en með mismunandi liti og áferð. Ég tók myndir af þeim öllum með og án flass svo þið sæjuð hvað þeir koma fallega út á mynd, en mér finnst highlighter vera algjört möst við fínni tilefni þegar ég veit að nokkrum myndum verður smellt af það kvöldið. Hann er borinn á ýmist með bursta eða fingrum. Mér finnst best að nota bara puttana til að blanda kremvörunum en nota bursta fyrir púðrið og stundum líka fyrir Watt's Up, þá nota ég litla flata foundation burstann frá RT.

Highlighter er borinn á efri hluta kinnbeina og jafnvel aðeins fram á epli kinnanna (lita bollusvæðið sem birtist þegar við brosum), fer eftir smekk. Mér finnst það mjög fallegt. Svo er hann gjarnan settur niður eftir nefinu, samt ekki alveg á nefbroddinn, í v'ið á vörunum (cupid's bow) og undir augabrúnirnar.
Á nefið, cupid's bow og undir augabrúnirnar myndi ég þó segja less is more, ekki fallegt að vera of glansandi um allt andlitið.



Watt's Up // Sleek // Girl Meets Pearl // Highbeam // Sunbeam

Highlighter stifti sem hægt er að skrúfa upp og kemur með bursta á hinum endanum. Skemmtilegar umbúðirnar líka

Watt's Up án class

Watt's Up með flassi

Púður-highlighter sem kemur í Contour Kit frá Sleek. Sólarpúðrið er líka mjög gott til að skyggja með. Þennan er hægt að hafa mjög lítið áberandi og byggja upp ef maður vill. Gæði og gott verð - I like

Án flass

Með flassi

Krem-highlighter með ó svo mjög fallegri áferð. Þessi er í uppáhaldi þessa stundina

Ekkert flass

Flass
Þessi tvö sætu sýnishorn komu í dagatalinu. Highbeam er ljósari og meira svona silfur/hvít/bleikur á meðan Sunbeam væri sérlega fallegur á fallega sólbrúnni húð í sumar, aðeins gylltari tónar í honum.

Highbeam // Sunbeam
ekkert flass

Highbeam // Sunbeam
flass


ÁYoutube eru endalaust af sýnikennslumyndböndum sem þið getið notfært ykkur til að læra hvernig og hvar highlighterinn er settur á :)

Þetta er algjört möst fyrir árshátíðina! Ég held að langflest snyrtivörumerki séu með einhverskonar highlighter og svo er líka hægt að nota bara ljósan sanseraðan augnskugga. T.d. Phloof frá Mac eða Vanilla pigmentið frá þeim, um að gera að prófa sig áfram og alltaf gaman þegar maður getur nýtt vörur í eitthvað annað en þær "eiga" að gera



-Kara





No comments:

Post a Comment