Monday, February 3, 2014

Mjúk og hrein húð

Heilbrigð húð er undirstaða fyrir fallega förðun. Ég hef aldrei verið með slæma húð en það kom fyrir að ég fengi bólur. Núna held ég að ég hafi fengið kannski 2 bólur á heilu ári þar sem ég hef verið dugleg að þrífa húðina, skrúbba og passa að ég sofni ekki með málninguna á mér. Á veturna nota margir brúnkukrem og alveg eins og með förðun þá er mikilvægt til að fá sem fallegasta áferð að skrúbba eða þurrbursta húðina reglulega og nota rakakrem. Þannig helst liturinn lengur fallegur.

Hér er það sem ég nota til að halda húðinni hreinni, mjúkri og vel nærðri:

Í sturtunni skrúbba ég mig hátt og lágt með þessu

Skrúbbhanski frá Body Shop og Mönduolíu sturtusápa úr L'occitane. Gerir húðina siiiilkimjúka. Með því að skrúbba losum við húðina við dauðar húðfrumur og hún verður mýkri og fallegri.


Nip+Fab kornaskrúbbur kemur þar á eftir. Fínt að hafa hann líka í sturtunni svo maður muni eftir honum


Benefit rakakrem sem var að klárast. Mikil sorg í mínu hjarta. Verð að fjárfesta í nýju svona!


Augnkrem í stíl

Ef ég nenni að setja á mig body lotion verður eitt af þessum fyrir valinu:

Gamla góða

Lyktin..óóóó lyktin!

Þetta er svona gradual tan krem..en ég nenni sjaldnast að bera það á mig oftar en einu sinni svo að ég hef ekki fengið að sjá þessa brúnku mjög oft. Samt sem áður svínvirkar þetta ef maður nennir því

Svo má ekki gleyma fótunum, en það er hægt að fá svona fína gel sokka í apótekum (reyndar græna) en innan í þeim er mýkjandi gel sem gerir mikið fyrir ekki fínar tær. Mér finnst gott að sofa í þeim af og til og vakna með fínar tær (sú ánægja hefur reyndar ekki enst mjög lengi eeeeen totally worth it í smá stund)



Mæli hiklaust með öllum þessum vörum. Sérstaklega bodylotioninu frá & Other Stories, lyktin er ólýsanlega fersk og góð. Ætlaði að hafa þetta svona sumar-bodylotion en ég gat bara ekki hætt..

-Kara 

No comments:

Post a Comment