Monday, February 24, 2014

Nýtt í safnið

Ég verð að fara að hætta þessu. Ég lofa, ég er komin í snyrtivörubann fram á sumar. Allavega þá fékk ég sendingu í dag frá feelunique.com með smá góðgæti fyrir sálina mína. Ég pantaði kinnalit frá Maybelline (sem er reyndar til hér heima en hann var ódýrari þarna), Stila augnskuggann Kitten sem mig hefur langað í rooosalega lengi, þar sem youtube-skvísur kepptust um að dásama hann á tímabili, Rimmel Apocalips gloss, það þriðja í safnið, í litnum Nova og síðast en ó alls ekki síst Real Techniques Miracle Complexion Sponge. Hann er frændi hins alræmda Beuty Blender og mér skilst á dómum sem hann hefur fengið að hann veiti honum harða samkeppni, sérstaklega miðað við verðið. RT svampurinn kostar um 1100 krónur íslenskar á meðan Beauty Blenderinn kostar 2200.





Það sem gerir RT svampinn öðruvísi en BeautyBlenderinn er lögun hans en hann er flatur á einni hliðinni en sú hlið er hugsuð til að bera farða undir augun og ná þannig betur t.d. inn í augnkrókinn og alveg upp að neðri augnhárunum

Oddmjói endinn er til að hlyja lítil svæði


Svona lítill og sætur kemur hann úr pakkanum

En stækkar svo þegar maður bleytir hann stækkar hann töluvert. Það er hægt að nota hann bæði þurran og rakan. Ég hef reyndar bara séð hann notaðan rakan. Þá rennbleytir maður hann og kreistir allt vatnið úr honum og dúmpar svo farðanum á andlitið.  Hér getiði séð Sam úr Pixiwoo sýna hvernig hún notar hann 

Glossið Nova frá Rimmel - án flass

Með flassi

Kitten frá Stila

Maybelline Dream Blush, fallega ferskjulitaður kremkinnalitur


Allt voða fínt og nauðsynlegt! Skelli í aðra færslu um RT svampinn bráðum

-Gleðilegan mánudag! :)

-Kara

2 comments:

  1. Ohh ég verð að eignast Kitten!
    Er líka mjög forvitin að vita hvernig RT svampurinn er, eftir að hafa notað Beauty Blenderinn svolítið og er ekkert alveg kolfallin. Hef einmitt heyrt það sama, að RT sé jafnvel að slá Beauty Blender út í gæðum!
    Annars er ég mikið öfundsjúk, fátt betra en glansandi nýjar vörur í safnið :)

    ReplyDelete
    Replies
    1. Notaði Kitten í nokkrar árshátíðarfarðanir um helgina og var ekki svikin, vá hvað hann er fallegur!
      Er búin að prófa RT svampinn núna nokkrum sinnum og mér finnst hann gefa miklu náttúrulegri áferð heldur en burstar, hugsa að ég noti hann meira bara svona hversdags, hef reyndar ekki prófað að setja fleiri en eina umferð fyrir meiri þekju en held að hann geri það mjög vel líka..ég er allavega mjög ánægð með hann og mundi alveg hiklaust mæla með honum :)

      Delete