Tuesday, February 18, 2014

Nýtt ódýrt uppáhalds

Það er svo gaaaman að finna gott meik á góðu verði! Ég pantaði á ASOS Bourjois Happy Light, sem er reyndar ekki komið til Íslands ennþá en hlýtur að koma. Það var á útsölu svo að ég gat eiginlega ekki sleppt því. Það er svo ótrúlega auðvelt að vinna með það og liturinn hentaði mér mjög vel. Umbúðirnar lofa manni 8 klst raka og þegar þetta er skrifað er ég búin að vera með meikið á mér í 6 klst og það er ennþá fullkomið. Ég finn reyndar ekki mikinn mun á rakanum í húðinni, en mín húð hefur aldrei verið til vandræða þannig lagað séð. Væri gaman að heyra ef einhver ykkar er með þurra húð hefur prófað þetta hvernig það entist á ykkur. Áferðin er mjög falleg og náttúruleg og ég notaði ekki einu sinni púður yfir, sem ég er annars vön að gera. Ég tók smá séns að panta þetta á netinu, því að litatónarnir í þessu eru alls ekki eins og í Healthy Mix og Healthy Mix Serum, sem er skrýtið því allir litirnir heita fimmtíuog-eitthvað..Ég nota t.d. 52 í Healthy mix en tók ljósasta (50) í Happy Light. Hann er samt alls ekkert svo ljós.. Í Happy Light línunni eru líka til tveir serum primer-ar, annar fyri "luminous" áferð og hinn fyrir matta. Ég tímdi ekki að skella mér á þá í þetta skiptið þar sem ég á nóg af primerum til að endast mér allavega fram á sumar, sé til með hina þá.

Ég var samt svo heppin í þetta skiptið að þegar ég pantaði á ASOS ætlaði ég fyrst bara að panta mér Rimmel Match Perfection og Rimmel Wake Me Up í ljósari lit því þau sem ég á eru orðin of dökk fyrir vetrar-mig. Svo skellti ég einu Rimmel Stay Matte púðri með í körfuna og borgaði. Sá svo að Happy Light var á útsölu svo ég hætti við hina pöntunina og pantaði í staðinn Happy Light og Match Perfection og hætti við púðrið og Wake Me Up. Daginn eftir fékk ég tölvupóst þess efnis að báðar sendingarnar væru á leiðinni til mín, en þar sem ég hafði hætt við aðra þeirra og það hefðu verið þeirra mistök að senda hana yrði ég ekki rukkuð fyrir hana en fékk samt að eiga hana aaaalveg fríkeypis. Ég var mjög glöð að enda með 4 meik og 1 púður í staðinn fyrir 2 meik. Alltaf gaman að fá ókeypis dót!

Hér eru myndir af Bourjois Happy Light í nr. 50 (porcelain) og burstanum sem ég notaði til að setja það á mig, Buffing brush frá Real Techniques. Ég var mjög ánægð með útkomuna en sökum prófamyglu fáið þið ekki að sjá mig með meikið á mér..kannski bara seinna :)




Gleðilegan mánudag!

-Kara

No comments:

Post a Comment