Monday, May 13, 2013

Makeup helgarinnar

Gleðilegan mánudag kæra fólk! Vona að þið hafið átt góða helgi :)
Helgin mín var rosa fín og ég hafði svo sannarlega tilefni til að gera mig fína - fór í afmæli á föstudaginn og próflokapartý/afmæli á laugardaginn, þó ég sé ekki búin í prófum ennþá.

Á föstudaginn reyndi ég að herma eftir henni Lindu minni Hallberg og gerði mitt besta til að endurskapa þetta lúkk hér:


Ég notaði reyndar aðeins dekkri brúnan ofan á augnlokin og ekki alveg eins þykka línu undir...EN svona var útkoman:




Ég var ágætlega ánægð með útkomuna 

Vörurnar sem ég notaði á augun voru:
Mac Brun
NYX ultra pearl mania í einhverjum fallegum brúnum lit
NYX blátt augnskuggatríó
Mac blacktrack eyeliner
Maybelline The Rocket maskari

Á varirnar: 
Mac staunchly stylish varablýantur
Mac Innocence Beware varalitur

Á húðina:
Mac Face and Body foundation
Mac Studio Fix Powder
MUS cover all mix
MUS wonder powder Sahara
Body Shop kinnalit sem er svo gamall að nafnið sést ekki lengur

NYX vörurnar fást í Bæjarlind 14-16 Kópavogi. Ég hef aaaaldrei farið tómhent út úr þessari búð. Útsöluhornið er snilld. Augnskuggarnir eru líka snilld og glossin eru snilld! Allskonar snilld bara..mæli með að þið tékkið á þessu.

------------------------------------------------------

Eins og ég hef svo minnst á áður þá á ég það til að vera svo lengi að mála mig að hárið verður útundan. Þar varð þó breyting á á laugardaginn þar sem ég gerði heiðarlega tilraun til að krulla á mér hárið. Fyrstu krullurnar voru svo fáránlegar að ég reyndi að slétta þær úr. Þá urðu þær bara svona ljómandi fínar!

Hér er útkoman:



Svo keypti ég mér ótrúlega fínt naglalakk úr Bond línunni frá OPI. Þetta heitir Honey Rider og er með liquid sand áferð sem sést ekki alveg nógu vel á myndinni en er ó svo rosalega fallegt!


Maekup kvöldsins var svo í einfaldari kantinum eins og sést á þessari mynd:


Á augun notaði ég Mac Phloof og Brun, Blakctrack eyeliner og Russian Red varalit :)



---------------------------------------------------------------------

Eigiði góðan rigningardag kæra fólk! 

-Kara:)



No comments:

Post a Comment