Tuesday, May 28, 2013

Vörur sem ég nota daglega

Húðin er stærsta líffærið okkar og mikilvægt er að hugsa vel um hana. Það sem við setjum ofan í okkur skiptir ekki síður máli en það sem við smyrjum á húðina sjálfa. Mikilvægt er að drekka nóg af vatni, halda sætindum í lágmarki og borða nóg af grænmeti, ávöxtum og hollri fitu (avocado, hnetur, feitur fiskur o.fl. í þeim dúr).

Á kvöldin áður en ég fer að sofa finnst mér best að nota hreinsivörur frá Gamla Apótekinu. Ég er tiltölulega nýbyrjuð að nota þær en þær eru það allra besta sem ég hef fundið hingað til! Á kvöldin nota ég farðahreinsinn sem ég fann reyndar ekki mynd af. Hann er frekar þykkur og nær af öllum farða. Ég nudda honum vel á húðina og hreinsa svo burt með volgu vatni og bómull. Svo set ég andlitsvatnið í bómull og strýk yfir húðina. Ég set engin krem eða neitt svoleiðis - leyfi húðinni bara að anda yfir nóttina.
Þegar ég vakna þvæ ég mér með ísköldu vatni og nota svo líka andlitsvatnið til að hreinsa húðina betur eftir nóttina. 

Ég hef notað Nivea Aqua Sensation í frekar langan tíma og það hefur reynst mér mjög vel. Nota bæði rakakremið og augnkremið daglega. Ódýrt og gott!


Einu sinni í viku nota ég svo kornaskrúbb frá Nivea á andlitið og nota hann þá eftir farðahreinsinn og á undan andlitsvatninu.

Næst ætla ég samt að prófa þetta rakakrem frá Clinique:



Ég á ennþá eftir að finna "mitt" ilmvatn - en þessa stundina nota ég til skiptis þessi tvö:


þetta nota ég meira hversdags

og þetta ef ég er að fara eitthvað fínt - nánast gefins og fæst í Zöru :) kom mér skemmtilega á óvart. Líka til í aðeins svona hlýlegri og blómalegri útgáfu - í svipuðum pakkningum nema rauðum.



Áður en ég fer í sturtu þurrbursta ég alla húðina með þurrbursta frá Body Shop. Sérstaklega gott á sumrin til að halda húðinni fallegri. Örvar blóðrásina og sogæðakerfið, fjarlægir dauðar húðfrumur og gerir húðina mjúka og fallega. Eftir sturtu nota ég svo bodylotion frá Nivea. 



Þarf að fjárfesta í svona litlum og meðfærilegum bursta..á bara svona risa eins og hérna fyrir neðan

Hann er samt fínn því maður nær líka aftan á bakið :)

Gott að þurrbursta húðina reglulega yfir sumarið - þá helst t.d. liturinn betur á okkur:)
En sjaldan er góð vísa of oft kveðin, sérstaklega þegar kemur að því að minna á sólarvörn! Sólin er oft sterkari en við gerum okkur grein fyrir hérna á litla Íslandi - gott að nota rakakrem með sólarvörn og muna eftir sólarvörn áður en við förum í sund svo við endum ekki eins og ég og Sara einn góðan sólardag hérna um árið:



Annars bara bíðum við og vonum að sólin fari að láta sjá sig!

-Kara











No comments:

Post a Comment