Monday, May 6, 2013

Nokkrir punktar um mataræði og líkamsrækt - Part 2


Ég afsaka fyrirfram hvað þetta er langt blogg - það er samt ekkert bull, ég lofa!

-Settu þér MARKMIÐ. Skrifaðu þau niður og skrifaðu niður HVERNIG þú ætlar að ná þeim, HVENÆR og hvaða HINDRANIR gætu verið á leiðinni. Hugsaðu svo hvernig þú getur komist yfir þær hindranir. Hugsaðu líka um HVER gæti hjálpað þér að ná þeim. Það er nánast ómögulegt að breyta um lífsstíl án stuðnings frá sínum nánustu.


-Finnst þér leiðinlegt í spinning eða að hamast á hlaupabretti eins og hamstur? Farðu þá í hóptíma, crossfit, tabata, zumba eða farðu út að hlaupa í náttúrunni og ferska loftinu
-Þú þarft ekki að eiga líkamsræktarkort til að koma þér í form. Æfingar með eigin þyngd heima í stofu eða úti í garði geta gert alveg sama gagn. Farðu út að ganga, hlaupa, hjóla eða synda. Nike Training Club appið er líka snilllld!


-Ekki eyða öllum deginum á pinterest í leit að motivational myndum – ef hvatningin kemur ekki frá þér sjálfum/sjálfri er ólíklegt að þú finnir hann á netinu!



-Þú þarft ekki að fara í mælingu til einkaþjálfara til að sjá stöðuna. Taktu reglulega myndir og ummálsmælingu til að sjá árangur erfiðisins. Það er ekkert eins hvetjandi og að sjá árangurinn svart á hvítu! Ég setti saman um daginn nýja mynd af mér og mynd síðan í ágúst og fékk sjokk. Mjög glöð að ég tók "fyrir" myndina. Svoleiðis ætla ég ekki að verða aftur. Tek svo nýja í desember og sé vonandi ennþá meiri árangur :) 


-Þú græðir mun meira á því að taka stutta og erfiða æfingu heldur en eins og hálfs klukkutíma dútl á skíðavélinni. Ef þú ert ennþá sæt eftir æfinguna – þá varstu líklegast ekki að taka mjög vel á. Það er í góðu lagi að afskræmast aðeins í framan í síðustu 2-3 repsunum!


-Ekki vera hrædd við að lyfta lóðum. Ef þú ert ekki viss hvernig á að gera einhverja æfingu, leitaðu þá upplýsinga hjá þjálfara eða á netinu (t.d. bodybuilding.com eða pulsthjalfun.is). Ekki heldur afsaka þig með því að þú þorir ekki að lyfta innan um alla sterakögglana..þeir eru ekki að horfa á þig – þeir eru að horfa á sig í speglinum! Vöðvar nota líka meiri orku heldur en fita og þess vegna er grunnbrennslan hærri hjá þeim sem hafa meiri vöðvamassa.


-Vöðvar eru þyngri en fita. Ef þú ert að borða 100% og æfa 100% en vigtin haggast ekki ertu líklegast bara að bæta á þig vöðvum.



-Fáðu þér æfingafélaga og ákveðið tíma sem þið mætið í ræktina. Það er erfðiðara að beila á einhverju þegar það bitnar á öðrum. Ég reyndar æfi best ein því ég tala svo mikið að ef ég fer með einhverjum í ræktina kem ég engu í verk...en það er annað mál!


-Sættu þig við að það tekur TÍMA að léttast. Þú bættir ekki á þig kílóunum á einum degi – þau fara ekki af á einum degi. Taku einn dag í einu og klappaðu þér á öxlinga þegar vel gengur
-ÞÚ verður að hafa trú á ÞÉR og því sem þú ert að gera. Ef allar hugsanirnar sem fara í gegnum hugann eru neikvæðar, þá er árangurinn eftir því. Hugsum jákvætt og verum glöð vei! :) Þá er allt svo miklu skemmtilegra og auðveldara!


-ÞÚ verður að hafa trú á ÞÉR og því sem þú ert að gera. Ef allar hugsanirnar sem fara í gegnum hugann eru neikvæðar, þá er árangurinn eftir því. Hugsum jákvætt og verum glöð! :) Þá er allt svo miklu skemmtilegra og auðveldara!


Ef þú last þetta allt - takk fyrir það - vona að þetta verði einhverjum hvatning :)

Munum svo bara eftir GÆSinni - ég GET ég ÆTLA ég SKAL!






-Kara :)





No comments:

Post a Comment