Saturday, May 4, 2013

Nokkrir punktar um mataræði og líkamsrækt - Part 1


Undanfarið ár hef ég verið að reyna að léttast og komast í betra form eftir að hafa tekið tímabil þar sem ég passaði ekki í neinar buxur og borðaði og djammaði alllltof mikið. 
Hérna er nokkur atriði til að hafa í huga fyrir betra form, útlit og líðan! Engin geimvísindi svosem en hefur hjálpað mér mjög mikið :)
Ætla að hafa þetta blogg í tveimur hlutum þar sem að listinn minn varð óvart of langur til að koma fyrir í einni færslu - allavega of langur til að einhver hefði nennt að lesa 


Mataræði

-Hugsa áður en maður borðar – hugsaðu hvernig þér leið síðast þegar þú slátraðir heilum nammipoka áður en þú kaupir þér annan. Maturinn hoppar ekki ósjálfrátt upp í munninn á þér – þú stjórnar matnum sem fer upp í þig.

-Hugsaðu um hvernig/hvort það sem þú borðar mun nýtast líkamanum. Er mikið af næringarefnum sem nýtast t.d. í uppbygingu eða er þetta eitthvað sem líkaminn mun eiga fullt í fangi með að losa sig við sem fyrst?

-Taktu þér nammidag. Þá er ég ekki að tala um kókópöffs í morgunmat, nammilandspoka í hádeginu, hamborgara og fröllur í kvöldmat og ís í eftirmat og bjór um kvöldið. Veldu frekar eitthvað eitt sem þig langar í og njóttu þess! Ef þú færð þér “óvart” eitthvað óhollt á degi sem átti ekki að vera nammidagur – ekki halda að dagurinn sé ónýtur og sukka svo allan daginn. Ef þú missir símann þinn í gólfið þá hendirðu honum ekki aftur í jörðina og trampar ofan á honum...

-Ekki láta eins og hollur matur sé alltaf vondur og leiðinlegur. Finnst þér sellerý vont? Skelltu á það smá hnetusmjöri. Finnst þér túnfiskur vondur? Skelltu smá kotasælu, gúrku og papriku með, jafnvel pestó. Ekki halda að eina leiðin sé að borða þurrar kjúklingabringur og hýðishrísgrjón!

-Borðaðu reglulega, án þess þó að vera sínartandi. Láttu ekki meira en 3-4 tíma líða milli máltíða. Þú átt aldrei að þurfa að vera svöng/svangur. Ef það gerist – borðaðu þá. Mikilvægt að hlusta á líkamann!

-Drekktu VATN! Við innbyrðum svo margar aukakaloríur í allskonar drykkjum yfir daginn. Það er svo auðvelt að skera þær niður með því að drekka bara vatn með matnum.


-Betra að drekka “hreint” áfengi eins og vodka blandað í t.d. sódavatn með sítrónu heldur en sykraða drykki og bjór á djamminu. Þó það sé auðvitað best að halda djammi í lágmarki sérstaklega. Hvet ykkur til að googla kaloríur í alkóhóli..mun fleiri en maður gerir sér grein fyrir!

-Verðlaunaðu þig fyrir góðan árangur! Ekki með hamborgara og stórum bragðaref samt, kauptu þér frekar eitthvað fallegt sem þig langar í.





Eins og ég sagði þá eru þetta engin geimvísindi en gott að minna sig á þetta reglulega :)
Ef þið viljið fá daglega hvatningu þá mæli ég með að fylgjast með Röggu Nagla á facebook - meiri snililngurinn sem þessi kona er!


Hafið það gott um helgina! 





No comments:

Post a Comment