Friday, May 24, 2013

Hollar morgunverðarpönnsur

Þegar ég hef nægan tíma fyrir morgunmat finnst mér mjög gott að fá mér pönnukökur sem ég bjó óvart til einu sinni. Ég henti saman allskonar í skál og úr urðu þessar snilldar pönnukökur í hollari kantinum!

1 dl hafrar
2 egg (nota bara eggjahvítur eða 1 egg og 2 hvítur ef ég á þær til)
hálfur stappaður banani
kanill eftir smekk (mér finnst gott að hafa helllling af kanil)

Svo bara hræra eins og vindurinn og henda á pönnu. Nota ísskeið sem skammtara og þá koma út 4 pönnukökur. Ég set svo yfirleitt ost ofaná. Í uppskriftinni eru ca 300 kcal.


Ég hef verið að prófa mig áfram með allskonar pönnukökur og hér eru fleiri uppskriftir:

2 egg
stappaður banani

Hræra saman - á pönnu - upp í munn!

Svo einfaldar eru þessar :)

----------------------------------------------------------------

2 egg
2 msk kotasæla
smá hveitikím

Hræra - steikja

Þessar eru ný uppfinning hjá mér - mér fannst þær mjög góðar :)


líta meira að segja út eins og alvöru pönnukökur!


-----------------------------------------------------------------

Svo tvær aðeins matarmeiri og henta kannski betur sem hádegismatur

Hveitikímsklattar

1 1/2 dl hveitikím
1 msk vatn (það þarf furðulega lítið vatn í hveitikím - setjið frekar minna og bætið við)
salt
oregano/pizzukrydd/paprikukrydd...hvað sem ykkur dettur í hug

Steikja svo á pönnu. Ofaná finnst mér ótrúlega gott að setja kotasælu og sweet chilli sósu! Fáránlega gott combo það! Gott líka bara sem ídýfa fyrir grænmeti eða með fullt af brytjuðu grænmeti útí sem salat með mat.

----------------------------------------------------

Hveitikímsbrauð:

1 - 1/2 dl hveitikím
smá vatn
1 egg
1 tsk lyftiduft
paprikukrydd

Hræra saman og setja í brauðgrill (dreifa aðeins úr því). Grillað með t.d. skeið á milli svo grillið sé pínu opið og brauðið nái að lyfta sér.
Mér finnst gott að grilla þar til brauðið er alveg að verða tilbúið og setja þá ost og skinku/kjúklingaálegg, brjóta svo saman og grilla þannig.



Hveitikím er stútfullt af næringarefnum og ég nota það mikið í staðinn fyrir venjulegt brauð. Tekur enga stund að skella í svona brauð/klatta. Líka hægt að nota klattana sem pítsubotn. Það er ótrúlega gott!
Hveitikímið er samt ekki beint bragðgott, en allt annað þegar búið er að krydda það aðeins, með oregano, paprikukryddi eða hverju sem er :) Það tekur líka nokkrar tilraunir að fá rétta þykkt á deigið - getur verið mjög leiðinlegt að steikja ef það er of þurrt eða of blautt.



Verði ykkur að góðu! :)

-Kara



No comments:

Post a Comment